Kveðjustund..........

Sæl elsku vinkona, mér þykir það leitt en ég held að við ættum að kveðjast núna, Ég veit það gæti verið sárt þar sem við höfum gengið samaveg svo lengi, þú hefur alltaf verið þarna, gengið með mér öll mín spor. Ekki misskilja mig, mér þykir vænt um þig, því þú ert einstök. Fyrstu ár okkar saman voru við meyra jafnar og unnum betur saman að öllu, en svo kom að því vinan að þú einhvernvegin tóks yfirhöndina og það fór að bera mun meira á þér, og af virðingu minni við þér að þá sté ég aftur á bak. Til að sjá hvert þú myndir leiða okkur. Veistu þú varst ágæt, en soldið brotin, oft varstu líka erfið, leiðinleg, þreytandi og óendanlega þrjósk. En þrátt fyrir það þykir mér vænt um þig, þú hefur kennt mér margt, meira en nokkur annars í rauninni. Leiðin hefur verið ansi erfið hjá okkur seinustu árin, þú ert búin að leiða mig yfir órtrúlega erfiða og langa leið, við höfum reynt margt saman, eiginlega of mikið, og ég er orðin þreytt. Svo nú held ég að við verðum að stoppa og skipta um hlutverk, Mig langar að stjórna ferðinni um tíma og biðja þig elskan að hvíla þig og leyfa mér að spreyta mig og sýna þér eitthvað, við skulum semja að ég fái nú að minnsta kosti jafnlangan tíma og ég gaf þér. Ég lofa að gera mitt besta og reyna að kenna þér eitthvað þó það væri ekki nema brot af því sem ég hef lært af þér. Ég lofa að gleyma þér aldrei og ég mun örugglega fá þig í heimsókn annað slagið en ekki stoppa of lengi ég var orðin soldið rykug svo ég þarf smá tíma til að koma mér á skrið. En elsku Sigríður Svala ég kveð þig nú. Takk fyrir allt í gegnum árin, mér þykir vænt um þig nú og alltaf. Þín Svala Bergmann.

 

 

 

Ps. Fyrir þá sem ekki fatta að þá er ég að kveðja sjálfa mig, allt svo þunglyndið og fortíðina og sorgina.

 

kv. Einfarinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Þú ert yndisleg ;) Svo dugleg og hugrökk. Fallegt bréf frá þér til sjálfrar þíns. Ég ætla gera slíkt hið sama að skirfa bréf til mín ;)

Kærleiks knús og kossar ;)

Aprílrós, 17.3.2009 kl. 19:45

2 Smámynd: Dísaskvísa

Þú ert svo ótrúleg!  Góð leið til að kveðja það gamla og koma því nýja að!  Knúsur og klemm á þig kæra vinkona, og takk fyrir fallegt spor inn á minni síðu!

Dísaskvísa, 18.3.2009 kl. 00:28

3 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

takk elskulegu blog-vinkonur mínar. þykir vænt um ykkur

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 18.3.2009 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband