Yndisleg helgi

Já ég átti svo sannarlega yndislega helgi, var í sveitinna alla helgina var alein í sveitinni á föstudag og var það bara FRÁBÆRT ég naut mín í botn, svo gott að vera laus við allt utanaðkomandi áreiti, þarna er ekkert rafmagn, ekkert vatn nema jú í læknum, engin umferð eiginlega hvað getur það verið betra, eiginlega eina hljóðið sem maður heyrir er í dýrunum og niðið í læknum. Svo var veðrið líka allveg upp á 10+. Besta við þetta var að ég náði að sofa vel og er vel útkvíld vaknaði ekki fyr en kl hálf 9 í morgun og veit ekki hvenar það gerðist seinast, venjulega er ég komin á fætur milli 5 og 6 þó ég þurfi ekkert á lappir næ bara ekki að sofa lengur.

Ég heimsótti dömuna mína á föstudaginn og var það auðvitað rosalega gaman og gott, ég ætla að sækja hana í leikskólan á morgun og vera með henni einni og gefa henni alla mína athygli og njóta þess í botn. Það er frábært að geta verið bæði móðir og vinkona barna sinna, við erum mjög nánar og skynjum hvor aðra mjög sterkt, erum líka mjög líkar sem er nú ekki alltaf kostur, þegar að við stöndum hvor á móti annari með hendur á mjöðum og þrætum að þá er það ekki kostur, erum báðar ákveðnar og vitum oftast hvað við viljum og hún er frekar mikið sjálfstæð.

 

Hafið það gott og knús og klemm á ykkur

kv. einfarinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Það er gott að þú gast hvílt þig elska ;)

Njóttu dagsins á morgun með dóttlunni þinni ákveðnu ;)

Knús og kreist dúllan mín ;)

Aprílrós, 28.6.2009 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 686

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband