Færsluflokkur: Bloggar

Að gefast upp.

Ég sver það ég er að gefast upp, Ég er alltaf að reyna að breyta mér og verða að betri manneskju, en það virðist vera nákvæmlega sama hvernig ég breyti mér þessi fjölsk. mín er aldrei ánægð með neitt sem ég geri og virðist reyna stöðugt að finna ekkað að mér, Dóttir mín hefur einnig breyst mikið á þessu mánuði sem ég lét hana í burtu frá mér, Hún hlýðir mér engan vegin og ögrar mér stannslaus, hún er farin að taka upp á því að bíta mig, slá til mín og er farin að sparka í dýrin sem er í kringum okkur. Veit ekki hvað ég að gera í þessu, ekki má ég beita aga, eða svo virðist sem ekki hérna á heimilinu og hjá pabba. Afhverju þurfa allir að skipta sér af? Ég bað ekki um það, það væri ágætt ef ég bara fengi að ala mitt barn upp einsog ég vil. Getur fólk ekki treyst því að ég geri það sem ég tel að sé best fyrir hana, Ég elska enga/nn jafn mikið og hana, ég vil henni allt það besta, sko ég var ekki til staðar fyrir hana þegar að ég var í neyslu, En ég hætti, ég hætti líka að reykja og ég er búin að vera að reyna að bæta mig, Mér varð á og ég hef oft ekki dottið út af línunni hledur hrunið af henni, en ég reyni að bæta fyrir brot mín, engum hefur samt dottið í hug að stoppa og segja mér að ég sé að gera vel eða að fólk sé stolt af mér, Ég hef tekið stökk breytnigu á síðustu mánuðum. Ég veit samt allveg og ég er ekki að fara framm á að mér veriði fyrirgefið öll mín mistök, sumt er ófyrirgefanlegt en ég er að reyna að bæta mig, nennir einhver að taka eftir því. Ég hef ekki sofið heila nótt síðan að ég veit ekki hvenar en samt er ég ekki búin að gera það sem hefði verið svo auðveldara fyrir mig, fara til læknis og fá svefnlyf, nei ég er að berjast, mig langar bara til að fá að búa EIN með dóttur minni (ekki það að ég sé að vanþakka það sem mamma og óli hafa gert fyrir mig/okkur) ég þarf bara að fá að spreyta mig sjálf, Ég hef reynt að sýna ósérhlífni og vera dugleg að gera fyrir aðra, ( vil samt ekki að neinn stökkvi á fætur fyirr mig og klappi fyrir því að ég geti gert ekkað fyrir aðra). Mig langar samt að geta launað mömmu það sem hún hefur gert fyrir mig og umborið, og ekki verið að leyta mér af íbúð og finna leið til þess að búa, því ég veit að það myndi fara illa í hana, hún vill auðvitað ekki missa stelpuna af heimilinu og ég hef allveg trú á /þó mér finnist það ekki í lagi að  þau líti á hana sem dóttur sína en ekki barnabarn, hvenar á ég samt að fara að hugsa um það sem mig langar að gera og hvað ég vill fá útúr lífinu? Ég veit samt allveg að fjárhagslega get ég eiginlega ekki búið sjálfstætt.

Ég er ekki sjálfsagður hlutur þó sumir virðast telja mig það. Mér þykir vænt um alla í fjölskyldunni það er ekki vandamálið og það mun ekkert breyta því, en mér getur samt sárnað. Ég reyni að stoppa og hrósa öðrum og dáðst að fólki. ég geri það ekki af kvöð heldur af þvi að það lætur mér líða vel. 


Hvað er fegurð?

Eftir hverju farið þið þegar að þið ákveðið að einhver eða eithvað sé fallegt? Falleg manneskja, hjá mér er ekki útlitið heldur það sem er þar fyrir innann, maður hefur oft hitt einhvern sem er kanski ekki svo fríður að sjá í fyrstu en um leið og þú hefur kynns viðkomandi að þá verður hann/hún falleg, og svo öfugt þú sérð einhvernn einstakling sem er afar fríð/ur að sjá og svo er þú hefur kynnst viðkomandi að þá verður hann/hún ljót. við höfum öll lent í þessu held ég, en samt eru við enn að dæma fólk áður en að við kynnumst einstaklingnum. Fallegur hlutur, er ekki endilega eithvað sem hefur kostað morðfjár. er úr ekta gulli, ekta demantur, orginal mál verk o.s.fv það þarf ekki að hafa kostað mikið. bara ekkað sem kemur frá hjartanu, Mér fannst yndislegt um dagin, þegar ltila daman mín kom með visnaða gleymerei /blómið (kann kanski ekki að skrifa nafnið rétt) og rétti mér, og það var dýrmæt gjöf fyrir mig afþví að það kom beint frá hjartanu. Fólk er stanslaust að keppast um að gefa dýrustu gjafirnar og flottustu hlutina, það keppist svo um þetta að það getur einginn hugur fylgt gjöfinni, afhverju þurfum við alltaf að vera að keppast hvort við annað og reyna að vera alltaf betri og meiri en aðrir? Persónulega að þá er mér allveg sama /eða allt að því þó ég fengi einga afmælis gjöf bara ef fólkið sem mér þykir vænt um og ég elska komi til mín, eða tali við mig, það þykir mér vænna um og er mér meira virði.

 

Ástin eru svo falleg, það er fátt fallegra en ástfangið par, nema kanski sofandi barn. Mér þykir svo vænt um að hafa verið þarna í brúðkaupinu fyrir viku. því Ástin, hamingjan og gleiðin skein svo sterkt frá brúðhjónonum að þetta varð óendanlega fallegt. Systir mín getur ekki talist grönn/ekkert frekar en ég. En samt var hún óendanlega FALLEG, ég fékk allveg gæsa húð (sem sannar mál mitt að þétt fólk er líka fallegt), Og mágur minn er líka myndalegur (ef ég má dæma það). Ég hef ekki geta hætt að skoða myndirnar af þeim úr brúðkaupinu. Það var svo mikil gleði og hamingja í veislunni að allir voru rosalega fallegar mannverur, allveg sama hver það var. Þar sem er ást og hamingja er þar er fegurð.

 


Tek eftir.

Ég tek allveg eftir að ég bloga allveg á skakk og skjön við alla aðra, ég tala um það sem sýr að mér og skiptir mig máli, það sem ég hugsa um og mínar skoðanir, (ekki það að ég sé svona rosalega upptekin af sjálfri mér), afhverju ég geri það er afþví að: Ég get ekkert gert neitt í öðru, ég bjarga ekki þjóðinni, ég lækka ekki bensín, ég er ekki lögreglan, eða þingmennirnir okkar, ég get eingum breytt nema sjálfri mér. Oft hef ég verið spurð að því hvert mottó mitt með lífinu sé: ef ég fæ að vera aðeins betri í dag en i gær að þá er markmiðinu náð. veit þetta er væmið.

Vá í gær var ég ekkað að vafra um á Youtube og rakst þar á mjörg yfirnáttúrulega hæfilekaríka stelpu, þessi umrædda stelpa vann britten got tallent arið 2007, Vitið ég hágrét yfir þessu, þessi litla dama er aðeins 6ára gömul, en röddin og fegurðin, á ekki til orð yfir þetta, hún heitir connie talbot ef þið viljið sjá hana sjálf, ef fólk er ekki sannfært um að það séu til einglar, endilega sjáið þá hana, bara VÁ.

 

Ég var spurð að því í gær, hvað ég hefði gert til að ná þessum árangri andlega, ég hugsaði mig um sagði svo ætli ég hafi ekki bara fundið hamingjuna, hver er hún? Lítil stelpa sem ég kom í heimin fyrir um 4 árum, þegar að við stoppum og hugsum um hvað við eigum og verðum þakklát fyrir það, Það er ekkert sjálfgefið að geta átt barn, þó manni langi til, Það er manneskja sem stendur mér mjög nærri sem er búin að vera að reyna heil lengi. Það er eingin þá meina ég Einginn sem mér finndist að ætti meira skilið að eignast barn en hún, Hún var fædd til að verða móðir, ég verð bara reið þegar að ég hugsa svo um þessar konur sem ekkert vit er í og vilja eða nenna ekki að vera mæður að þær drita niður börnum, sem lenda svo á Barnavendarnefnd og hún þarf að koma þeim fyirr. grrrrrrrrrrrrr ég verð reið. þetta er óréttlátt.

Ég hef líka verið að taka breytingum með eitt, ég er hætt að leyfa fólki að vaða yfir mig og misnota góðmennsku mína, maður verður að setja fólki takmörk. Við meigum ekki taka neinum sem sjálfsögðum hlut, við viljum ekki vera tekin sem sjálfsögðum hlut.

 


Stolt

Ég er bara rosalega stolt af sjálfri mér í dag, Nú er komin mánuður síðan að ég hætti að reykja og mér finnst það yndislegt, hélt mér tækist aldrei að hætta að reykja en sko þetta geta allir, En ég einsog flestir aðrir hef bætt á mig síðan að ég hætti en ólíkt mörgum mátti ég sko alls ekki við því, er alltof þung, en það stendur til bóta, nú er sumarið að renna í garð og þá verður yndislegt að vera úti, það var yndislegt veður hérna í höfðuborg norðursins í gær, enda var dóttir mín búin að koma mér út á leikvöll í gær, svo var þetta litla skott úti allan dagin það mátti aldrei fara inn, hvaðan fá þau þessa orku? já á leikvöllin kl 8 í gærmorgun, þaðan að gefa öndunum brauð, svo komum við heim og þá reif hún afa sinn út á leikvöll aftur, svo kom hann henni heim en þá dró hun mig út að hjóla og vorum  við að því í dágóða stund, svo held ég á henni gargandi og veinandi inn, (hún var sko ekki á því að fara inn) og fékk ég hana til að borða smá svo kom hinn afi hennar og þá dró hun hann út að hjóla og svo fórum við á rúntin og á leikvöll, Vá hvað ég var búin í gærkveldi og auðvitað sú stutta líka, enda vorum við báðar sofnaðar kl 19:30 í gærkveldi og svaf hún til 06:15 í morgun en ég var vöknuð kl 04:00. En þetta er allt saman yndislegt elskurnar mínar. Nú er ég að fara að drýfa mig í sjúkraþjalfun.

Að kafna úr frekju.

Vá afkvæmið mitt er að kafna úr frekju. Ég er að verða ráðalaus með hana núna, veit ekki hvað kom yfir hana hún var ekki svona erfið við mig. Svo er ég að reyna að láta hana skyrlja að já er já og nei er NEI, ég forðast að nota orðin kanski og sjáum til því börn skilja þau ekki. en mér er ekkert að ganga þetta of vel, við búum inni hjá mömmu minni og fósturpabba og þau láta allt eftir henni, bara smá tár og þá er hún komin með það sem hún vildi, ég er samt alltaf að skamma þau fyrir þetta, það þýðir ekki að ég banni ekkað og svo leyfi þau það bara ef hún kreystir út tár, en þau hunsa óskir mínar með það. svo heimsækjum við oft pabba minn og þar er sama sagan hún er litla prinsessan hans og má allt og stjórnar öllu gjörsamlega og þannig er þetta líka hjá pabba hennar (hann býr einnig í foreldra húsum), þar ræður hún ríkjum lika enda eina barn föður síns og eina barnabarnið í þeirri fjölsk. Þannig að ég virðist vera sú eina sem er að reyna að ala barnið upp þannig að hún verði ekki óþolandi og eigi möguleika á því að eignast vini í framtíðinni, ef hún heldur áfram á þessari braut að þá mun ekkert annað barn nenna að hanga með henni, Ég veit ekki hvað ég á að gera,, ef ég gæti bara farið á leigumarkaðinn eða keypt, og verið ein með hana þá væri möguleiki á að hemja hana.

Ég ætla að taka það strax framm að ég elska hana meira en allt, og það er einmitt þessvegna sem ég vil taka á þessu hennar vegna, það er ekki hollt fyrir neinn að vera svona frek/ur. Hún er mér allt, og ég reyni að vera henni eins góð og ég get, öskra ekki á hana, tek ekki í hana og hef aldrei gert, ég reyni frekar að láta hana horfast í augu við mig, þegar að ég tala við hana og ég tala skýrt og hægt þannig að hún nái því sem ég er að segja. og ég gef mig ekki þó hún láti ill, og trúið mér hún lætur illa stundum, það getur verið erfitt að hlusta á grenjurnar og sjá fýlusvipinn hennar, en maður má samt ekki leyfa þeim að stjórna okkur foreldronum....        Ef þið eigið einhver ráð eða ekkað, endilega deilið því með mér.................. Svona rétt áður en að ég missi vitiðWink


Lífið.

Oft hef ég stoppað, horft yfir líf mitt og spáð hver tilgangurinn væri með því að þurfa að upplifa allan  þennan sársauka og gremju sem ég hef upplifað, það er á þessum stundum sem mig langar til að enda líf mitt, en í alvöru það er ekki valkostur því í janúar 2004, kom lítl prinsessa í heimin sem mér ber skylda að hugsa vel um og láta henni líða vel, þannig að ég má ekki dvelja of lengi í eymdinni, Ég veit ekki hvort ekkað betra tæki við ef maður tæki sitt eigið líf, ég held það yrði jafnvel erfiðara, enda hefði ég sennilega ekki kjarkin í það heldur, Mér hefur tekist undan farið að spá í það að það væru fleiri sem myndu líða fyrir það ef ég gerði það, ég er ekki ein í heiminum þó ég upplifi mig svolítið þannig stundum, Sumir festast algjörlega í því að sjá vankanta hjá öðrum og sí bendandi á þá en þræta svo fyrir sína eigin galla. Við skulum horfa í okkar eigin barm áður en að við dæmum aðra eða ráðumst á þá með beittum tungum.

Sólin er yndisleg

Sólin er yndisleg, þegar að ég opnaði augun blasti við mér fallegasta sjón í heimi, stelpan mín svaf við hliðina á mér, svo FALLEG hárið hennar var yfir allan koddan og þessi falllega sól sem ég er að tala um um vafði hana geislum sínum, og ég er að segja ykkur það að ég fékk tár í augun, ég hef aldrei séð neitt fallegra á æfinni en þennan eingil sem var svo friðsæl með smá glott, umvafða geislum, Ég vissi þá að það er rétt hjá mér hún er eingill. Ég naut þessa að liggja þarna og horfa á þessa fallegu sjón. svo  vaknaði hún og leit á mig og sagði mamma ég elska þig, þá fór ég að gráta, hún varð hissa auðvitað en ég var fljót að láta hana vita að þetta væru hamingju tár, hvað þarf maður annað í lífinu segið mér það. Kanski finnst ykkur þetta væmið, en mér er sama, ég blogga hér til að tjá mig, og ég er einlæg, ekki fyrir ykkur heldur fyrir mig.

Falleg!!!!!!!!!!!!!

Ég fékk gæsahúð og tár í augun er ég sá systir mína labba eftir gangi kirkjunnar í gær (og brúðarmeyjarnar). hún var svo FALLEG að ég á ekki orð yfir þetta, það geislaði af henni, hamingja og ást, það er greinilegt að þau elska hvort annað og ástin virðist bara aukast hjá þeim, nú hafa þau verið saman í 5 ár, svo voru þær brúðarmeyjarnar yndislegar svo fallegar þær litlur voru í bleikum kjól og með kórónu, bara yndislegar svo þessi fullorðna í svörtum og hvítum kjól hún var einnig yndislega falleg (enda systir mín) svo var það hringaberin sem systir mín hélt á hann var æðislegur, lítill 5mánaða gutti, (hann er eitt það fallegasta barn sem ég hef séð). Þannig að þetta var allt yndislegt svo fallegt og gott.

Mamma á sko heiðursorðu skilið, ég veit stundum ekki hvernig hún getur gert allt það sem hún gerir, hún hristi veisluna nú út úr erminni, ég er að segja ykkur það að hún hefur ekki stoppað síðan að hún kom héra á Akranes fyrir viku síðan, hún varð 50 ára síðastliðin laugardag (19. apríl) og eyddi hún , alltaf fyrir aðra, hún mætti hugsa meira um sig, því hún er eingill held ég barasta. Hún var líka stór glæsileg í gær, hún bar af í glæsileika, og eyddi hún veislunni inn í eldhúsi að bæta á og gera allt. Ég veit ekki hvort það sé hægt að fullþakka henni fyrir allt það sem hún gerir fyrir okkur, og ég veit heldur ekki hvort við metum allt það sem hún gerir, ef það er einhver manneskja sem ég myndi standa upp fyrir og hneigja mig að þá er það hún, ég er ekkert að segja henni þetta allt og ég veit að hún kann ekki á tölvu. sko afhverju ég seigi henni það ekki er vegna þess að ég myndi ekki koma orðum afþví.

 Þakklát, ég er bara þakklát guði fyrir fjölskyldu mína og að hafa leitt Systir mína og mág saman, Ég þakka auðvitað fyrir mína yndislegu dóttir sem er svo þæg,  hún trítlaði inn kirkjugólfið með hinum brúðarmeyjunum og svo fengu þær sér sæti og hún sat einsog dúkka, svo falleg og góð, meðan það þurfti aðeins að hafa fyrir hinum börnunum, sem er kanski eðlilegt þau voru öll yngri. svo eina orðið sem ég á yfir þetta allt er FALLEGT.


Nóg að gera.

Jæja það mætti segja mérað það verði meira en nóg að gera í dag,Brúðkaupið er jú á morgun. Enda er það svosem ágætt þá eru dagarnir fjótari að líða og styttra þangað till að við mæðgur förum heim aftur, hún spyr mig svona 10 sinnum á dag hvenar við förum heim og kl hvað við leggjum af stað á mánudeiginum, hana langar svo mikið til að komast heim í rúmið sitt, dótið sitt og til dýranna okkar, hún er jú líka mjög vanaföst og þarf að hafa allt í réttri röð annars verður hún óörugg. Fyndið hvað orðaforðin breytist hratt hjá svona krökkum og hvað þau verða roslaega stolt þegar að nýtt orð bætist í hópin, og þegar að það gerist að þá er það auðvita misnotað í smá tíma. nú er hún föst með orðið töffari og henni finnst ég nú engin smá töffarinn, krúttlegt. Ég gerði samt smá uppgvötun áðan, ég hef gleymt að kaupa gervineglur fyrir brúðkaupið en ég hlít að lifa það af.

Pirringur dauðans.

Vá hvað ég er pirruð núna, ég er búin að reyna í allan morgun að fá eina tiltekna verslun til að senda eitt lítið fax, og það er bara ekki að ganga virðist vera alltof flókið fyrir starfsmennina í þessari verslun. Alltaf sama svarið: já það verður gert, svo bíð ég og ekkert gerist, þetta pirrar mig því ég þarf virkilega á þessu að halda. Svo er ég búin að vera að drepast í kviðnum í dag og ekkert heyri ég frá magasérfræðingnum, enda kanski ekki skrítið ég komst aðþví áðan að hann er búin að vera veikur alla vikuna karlgeyið og ekki tekur hann vinnuna með heim. Hann hlítur að hringja á mánudaginn, mig langaði samt ekki að vera svona í brúðkaupinu á sunnudaginn. Jæja ég er að spá í að fara inn til reykjavíkur og slíta hausin af þeim sem eru að vinna þarna.


Næsta síða »

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband