Komin aftur

Já kæra fólk ég er formlega komin aftur hér á blog-ið, ég hætti seinast útaf óánægju með hreinskilni mína, en hreinskilni er kostur en ég ætla engu að síður að passa mig svo fólk fríki ekki út gjörsamlega.

Vá ég blog-aði seinast 2009, já sæll. Það er sko margt búið að gerast síðan þá, væntanlega á 4árum og það er hreinlega of mikið til að ég geti farið að tilgreina allt sem hefur gerst síðan þá svo þetta verður bara eins og ný byrjun á bloggi.

 

Að vakna á undan öllum öðrum: Mínar bestu stundir eru fyrst á morgnanna ég vakna yfirleitt áður en flestir aðrir og þá er svo yndislegt að njóta þagnarinnar og hugleiða, ég fæ oft mínar bestu hugmyndir á morgnanna, flest ljóðin mín koma að til mín á morgnanna þegar að ég fer að hugleiða, Svo er dásamlegt einnig að leggjast í heitt bað og slaka á áður en amstur dagsins tekur við. Já og svo er enn eitt æðislegt við það ég get bæði kveikt á útvarpi og sjónvarpi ÁN ÞESS að heyra eitthvað um icesave eða aðra neikvæðar og niðurdrepandi fréttir, vá hvað ég er orðin þreitt á þeim. Hugsa sér hvernig á fólki að geta liði vel og verið áhyggjulaust þegar að það eina sem það heyrir og sér í blöðum er eitthvað kjaftæði í stjórnamönnum landsins og annað neikvætt raus allan daginn, það er bara ekki hægt að líða vel með þetta yfir sér allan daginn ég seigi áður þurfti ég ekki að hugsa hvort ég kveikti á útvarpi á daginn en ég geri það núna, fyrst spyr eg mig: treystirðu þér í allt þetta neikvæða raus. Svo segja þeir allir sitt á kvað svo maður er orðin ringlaður og veit ekkert í sinn haus a.m.k ekki ég, kanski bara ekki nógu gáfuð eða eitthvað. En nóg um það, halda áfram að tala um yndisleika þess að vakna snemma. Það er dásamlegt að vera orðin vel vaknaður og ferskur þegar að dagurinn ber að garði, þá getur maður tekið fagnandi á móti honum. Önnur yndisleg stund sem ég á á morgnanna, sem er þegar að ég fer og vek dóttir mína, þá strýk ég henni um kollinn og býð góðan dag, hún skríður í fang mömmu meðan að hún er að vakna og ég nýt þess veit að það mun sennilega ekki endast mikið lengur hún er orðin svo stór 7ára og ekki mörg ár í að vinir verði nr 1 og mamma númer ?. Svo njóta þess meðan getur. Hún er samt yndislegasta manneskjan sem gengur á þessari jörð og ég vona að ég sýni henni það.

 

En jæja nóg í bili svona rétt í byrjun

 

ps: þetta verður gáfulegra þegar að ég kemst í gang og meira í samhengi :-)

 

Eigið góðan dag og farið vel með ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 672

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband