Dagurinn í dag.....

Dagurinn í dag hefur verið ágætur, ég er reyndar eitthvað hálf dauf núna og veit ekkert hvert ég stefni eða hvort ég stefni eitthvert yfri höfuð. Stundum verður maður bara þreyttur og það er ég núna, mig langar til að gráta en á eingin tár, sko grátur er öflugt meðal og gott til spennulosunar. En ég fékk samt óvænt símtal í dag sem mér þótti vænt um og kom mér skemmtilega á óvart. Takk fyrir símtalið mín kæra.

Stundum dettur mér einhver snilld í hug og gáfulegt að blog-a og svo koma dagar þar sem ég nánast bulla bara og ekkert vit er í. og nú er sá dagur. Í rauninni er ég bara að blog-a til að blog-a. Reydar er ég að upplifa svolítið sérstakt núna, Fyrst eftir að ég skildi við barnsföður minn og nánast til dagsins í dag var ég alltaf að kvetja hann að vera meira með hana og vera duglegri að taka hana til sín og gefa henni smá af sér og það hefur ekki gengið kanski svo vel. en svo núna þá er hann að gera virkilega góða hluti í sínu lífi og er í betra ástandi en hann hefur lengi verið. Og hann er núna síðastliðið hálft ár verið að taka hana mun meira og standa sig vel gagnvart henni (hann hefur alltaf verið góður við hana, bara svo það sé á hreinu). Og er hann að annast hana núna meðan að ég er að jafna mig eftir aðgerðina sem ég fór í síðastliðin Miðvikudag. Og ég veit ekki allveg hvaða tilfinningar ég finn núna, kanski smá afbrýðisemi og hræðsla, ég er afbrýðisöm út i hann að hann fái svona mikla athygli frá henni og hræðsla kanski um að nú vilji hún bara vera hjá honum og hafni mér. (ég veit ég er skrítin en svona er þetta nú samt). Það væri nákvæmlega það versta sem gæti skeð ef hún myndi hafna mömmunni sinni. En ég á að gleðjast og að vissu leiti er ég glöð, ég gleðst auðvitað að vita að henni líði vel og hún sé hamingjusöm því hún er eingillinn minn ég veit að án hennar væri ég ekki lengur hér í þessu lífi. Æji lífið er skrítið og ég veit ekki hvort neinn skilji mig eða ekki. Nú ætla ég að hætta í dag. bless verið hress (vá þetta rímar). kv. ykkar einfari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Elsku vina mín, skvísunni þinni líður vel en hún mun ekki hafna mömmslunni sinni, engin hætta á þvi.

Gangi þer vel í batanum eftir aðgerðina og taku þinn tíma í það. Dóttlan og pabbinn þurfa sinn tíma til að kynnast aftur.

Þú ert dugleg og vertu áfram að vera dugleg ;)

Góða helgi mín elskuleg ;)

Aprílrós, 21.3.2009 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband