Lifandi....

Já kæra fólk ég er enn á lífi. ég veit ég hef ekki bloggað  í langan tíma og var eiginlega búin að ákveða að hætta því alfarið þar sem skrif mín virtust koma eitthvað við fólk, en ég tók ákvörðinuna til baka rétt í þessu, ég má tjá mig en auðvitað þarf ég að vanda orða val mitt þar sem ég veit ekki hvernig skapi viðkomandi er í þegar að hann/hún les skrif mín og getur það ráðið úrslitum í því hvernig fólk túlkar það sem það les.

 

En jæja... já seinasta vor/sumar var ég á fullu í uppbyggingu andlega.líkamlega og bara name it og var í því allveg á fullu fram eftir vetri og stóð mig með glæsibrag þó ég seigi sjálf frá, en svooooo kom að því að ég datt af sporinu og er komin í verra ástand núna en þegar að ég byrjaði fyrir ári síðan, ég var búin fyrir svona mánuði síðan að ákveða að sætta mig við þetta ég verð bara alltaf feit og með verki allsstaðar og þunglynd fram úr hófi. En ég ætla að snúa við og reyna að krafla mig aftur á rétta braut og byrja bara upp á nýtt, ég hef gert þetta áður svo það eykur líkurnar á að ég geti þetta aftur. En það fór þó ekki allt úrskeiðis hjá mér, mér tókst að koma mér vel frá prófum í skólanum, eða engin enkunn undir 8 (já já ég má vera stolt af sjálfri mér). Mér hefur aldrei gengið svo vel í skóla svo ég er kanski allveg eins vitlaus og ég lít út fyrir að vera Smile. Svo ég er bara spennt fyrir næstu önn og mun leggja mig alla framm þar sem og annar staðar. Reyndar hef ég undan farið verið að reyna að koma lag á geðsveflur mínar og virðist það taka smá tíma en það mun koma hef ekki trú á öðru. 

Af minni yndislegu dóttur er allt gott að frétta, Hun er alltaf jafn yndisleg og skemmtileg og vá hvað hún er orðiðn stór mér fynnst svo stutt síðan að ég átti hana svo á hún bara eftir einn vetur enn í leikskóla... Ég veti ekki hvort ég var búin að segja ykkur lesendur góðir að við mæðgur erum komnar í íbúð útaf fyrir okkur og hefur það syrkt bönd okkar. Reyndar er hún á miklu flakki milli heimila, það vilja allir hafa hana, auðvitað erfitt fyrir bæði hana og svo mömmu og hennar mann að hún sé allt í einu farin af heimilinu þar sem við höfum búið hjá þeim frá því hún var átta mánaða. En eins og ég sagði að þá er hún soldið á flakki. En hún er hæst ánægð með að eiga svona mörg heimili, fynnst hún bara vera heppin ung kona skilst mér. Ekki misskilja eða rangtúlka þetta, hún líður ekki fyrir þetta flakk og það er nú aðalega helgarna sem fara í það að vera annarstaðar en hjá mömmu gömlu. 

 

ég mun reyna að blog-a reglulega.

 

kær kv. Einfarinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Sko mín kæra vinkona, það er bara frábært að dóttir þín eigi fleyri að en engann. Uðvitað eru þetta viðbrigði en ekki hafa áhyggjur af henni þótt hún flakki á milli heimila, vertu fegin að hún á fult af fólki sem vill hafa hana nálægt sér ;)

Ég hef ekki trú á öðru en að þú eigir eftir að ná þér upp úr veikyndunum, heyri það bara á þer í þessi fáu skipti sem við höfum talast við í síma ;)

Haltu bara áfram þínu striki á þínum hraða elskan ;)

Knús og ljós til þín og ykkar, og já til hamingju með nýja heimilið sem þið eigið útaf fyrir ykkur mæðgur ;)

Aprílrós, 12.6.2009 kl. 22:43

2 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Takk fyrir þetta mín kæra. Já já auðvitað er yndislegt að hún eigi svo marga að og sé lang vinsælasta manneskjan í fjölskyldunni. og já eg mun ná mér á strik á ný

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 14.6.2009 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 686

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband