Kanski 100 ára?

Í dag/ sorry nótt liður mér eins og ég sé a.m.k 100ára í skrokknum, í gær og fyrradag var ég nefnilega í girðingarvinnu upp í fjalli inni í sveit og það tók á soldið mikið að hlaupa fram og til baka um fjallið. púfffff. Þegar að ég kom heim í gær úr sveitinni að þá var klukkan um 7 og tvem tímum seinna var ég rotuð eftir að hafa farið í langt og gott bað, og berði ráðfyrir að ég yrði rotuð til morguns en neiiii þá er standandi party hérna i blokkinu og sökum þess er ég vakandi núna. Hrökk upp við lætin um kl 23:30 og virðist ekki geta sofnað aftur, ég mun nú samt gera heiðarlega tilraun til þess á eftir, því ég er að fara aftur í sveitna um kl 10 svo það gæti verið gott að ná að sofa pínu meira.

 

Nú er daman mín að fara til pabba síns í dag í mánuð eða það á að vera svo, hann á rétt á mánuði að sumri og er hann að hefjast núna sá mánuður. Seinast er hann á samt að vera með hana i mánuð að þá urðu það ekki meira en 2 og half vika svo ég veit ekki hvort þetta muni ná mánuði. Mín vegna þarf hann ekki að hafa hana í mánuð en hún þarf á því að halda að eiga gott samband við föður sinn og ég held að hann hafi líka gott af því, því hún er skýr og skemmtileg stelpa og á ekki mjög erfitt með að draga fram bros hjá fólki.  og það er hæfileiki að geta dregið fram bors hjá fólki og við hin mættum líka gera meira í þvi að brosa til fólks og vera jákvæð, skemmtileg og uppbyggjandi og reyna að ná brosi frá öðrum. Mér finnst a.m.k æðislegt að fá bros frá fólki. manni hlýniar við það og andrúmsloftið verður betra.

 

Hafið það gott, kæra fólk,,,,,, ég ætla að fara gera tilraun til að sofna aftur.

 

kv. einfarinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Oh en yndislegt hjá þér að vera vinna í náttúrunni , og í girðingavinnu að auki ;) man eftir þessum tíma úr sveitinni þegar ég var í svoleiðs með pabba ;)

Aprílrós, 14.6.2009 kl. 14:26

2 Smámynd: Dísaskvísa

Var að lesa bloggin þín og ég veit, jafnvel þó að ég þekki þig ekki nema í gegnum skrif þín, að þú átt eftir að rífa þig upp og halda áfram þar sem frá var horfið! Þó að maður fái bakslag þá er það ekki ástæða til að hætta.  Þú átt eftir að rúlla þessu öllu upp. 

Knús og klemm á þig kæra bloggvinkona

Dísaskvísa, 18.6.2009 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband