Hvað var ég að spá?????

Þegar að ég mætti niður í átak á mánudagsmorgunin hélt ég að þetta yrði EKKERT mál þar sem ég hafði verið svona dugleg að æfa einu sinni, en annað kom á daginn kæra fólk, fór tímin niður í Átaki í það að skamma sjálfa mig fyrir að hafa leift mér að tapa niður því sem ég haði unnið inn og það var ekki létt að gera það seinast og ég veit nú að það mun taka á að gera það aftur, jæja ég fór samt og svo aftur í morgun og mun fara aftur í fyrramálið verða að vera dugleg að ná þessu upp aftur og enga miskun þó svo að hausin á mér kann allveg MILJÓN afsakanir fyrir því að mæta ekki og þær koma allar um leið og mér verður hugsað til Átaks, en þá má ég ekki hlusta bara æða af stað áður en hugmyndirnar ná að kikka inn. afsakanirnar eru t.d : það er tannpína ( er samt búin að vera með hana í c.a 2 mánuði núna) eða í gær var svo erfiður dagur, ég á eftir að gera svo margt í dag, ég meina ég er nú í holly day þar sem daman er hjá pabba sínum og svo meira og meria og meira..... Fyndið hvað maður getur verið klár í að koma sér undan hlutunum.

 

Þjóðhátíðardagurinn var nokkuð góður þráttt fyrir grenjandi rigningu, ég var mætt inn í sveit kl hálf 7 og farin að vinna en varð svo að hætta um hádeigi þar sem ég var orðin rennandi blaut í gegnum allt, brr það var pínu kalt, þá dreyf ég mig heim, svo um kaffileytið ákvað ég að fara að veiða í grenjandi rigningu og roki og var greinilega sú eina sem hafði dottið það til hugar og það fólk sem keyrði framhjá horfði á mig eins og ég væri eitthvað skríti, 3 stoppuðu og horfðu á í smá stund, örugglega að pæla í því hvað ég væri að spá, en mér er sama, maður getur veitt í rigningu það er ekki eins og fiskarnir séu vatnshræddir eða eitthvað. hehe. reyndar fékk ég engan fisk en einn hákarl, veiddi nefnilega sjálfa mig einu sinni í einu af mínum snildarköstum ég er sko professional Wink.

Ég rétt sá engilinn minn aðeins í gær, þau komu að ná í húfu á dömuna, það var gott að sjá sætust og gaman af því hvað hún var hress og kát, þau ætluðu að fara á hátíðarhöldin niður í bæ og leika sér eitthvað. Ég veit ekki en mér finns gott að þau séu líka soldið saman og tengist, hann býr líka einn svo hún hefur hann allveg útaf fyrir sig og er með sér herb. hjá honum og heitir herbergið í höfuðið á henni eins og hún kallar það, það er greinilega nauðsynlegt að herbergin mans hafi nafn svona ef maður skildi vilja tala við það hehehehehe.

hún sagði við mig nokkru áður en hún fór til pabba síns : mamma, nú er ég að fara til pabba í langan tíma og þú mátt ekki gráta, það verður allt í lagi. Vá hún er bara 5 en haga sér eins og hún sé miklu eldri oft. Börn eru HREIN SNILLD.

 

hafið þið það sem allra allra best,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Börn eru næmari en við höldum ;)

Aprílrós, 18.6.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband