6.3.2008 | 17:39
tveir snillingar = einn hálviti
smá útskýring á þessum titli: Við mamma vorum rosalega skýrar á laugardaginn. sko við fórum á Glerártorg, sem var svo sem í lagi, nema það að mamma keypti þar ægilega fínt nuddtæki á 400kr í rúmfatalagernum, við vorum ægilega lukkulegar með þessi kaup og förum heim. svo biður mamma mig að setja batterí í fína nuddtækið okkar, ég geri það samviskulega, rétti henni það svo og bið hana að athuga hvort tau snéru ekki rétt, jú jú sagði hún, en tækið fer ekki í gang, við ákveðum að ég skuli nú fara með þetta og skila því. En við vorum ekkert stressaðar á þessu, Hjalti bróðir kemur svo í heimsókn á sunnudeiginum og við mamma sýnum honum nuddtækið og segjum honum að það virki ekki og hann meigi líta á það ef hann vilji, hann gerir það. Svo heyrist í honum, þið vitið að þetta er fótaraspur og svo er betra að batteríin snúi rétt og séu öll í. semsagt nuddtækið reyndist vera fótaraspur og það vantaði 1 batteri í. Mikið er ég feigin að ég var ekki búin að skila þessu.
Enn svona fara veikindin með mann.
þetta er ekki búið enn. mamma skreppur í apótek á mánudaginn og fær þar prufu að kremi sem á að virka á allan andsk. þar á meðal frunsur og sollis. það er frekar mikil lygt af þessu. svo okkur þatt í hug að bera það undir nefið á okkur (svona til að losa um hor og sollis) sem var ekki mjög gáfulegt get ég sagt, þar sem við vorum mjög aumar eftir nefrenslið og það orðið næstum að sári. það sem við höfðum uppúr þessu var sviði þá meina ég SVIÐI, líkt og það væri búið að kveikja í okkur, við hlupum upp til handa og fóta og rifum viskastykki kældum það og skelltum undir nefið. við erum algjör gáfnaljós.Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.