7.3.2008 | 05:08
Hva eingin vaknaður?
Jæja það er alltaf yndislegt hvað ég næ alltaf að sofa út, sko ég náði að sofa allveg til hálf 5 í morgun. Eini gallin við þetta er hvað aðrir geta verið miklar svefn purkur, ég meina flestir fara ekki á fætur fyr er en í fyrstalagi kl 07-00 hvað er það?. Kanski eru bara allir aðrir svona ófríðir að þeri þurfi á svona miklum fegrunarblundi að halda. Mikið er gott að vera falleg.
Hey ég var að rifja upp svona hvaða orð hafa verið notuð til að lýsa mér, og það er nokkuð skondið skal ég seigja ykkur. Ég er óborganleg (Heimilislæknirinn). Ég er ofboðslega röndóttur karakter, sem mætti reyna að snúa björtu röndunum oftar upp (áfengisráðgjafarnir). Ég er svo illa haldin af sjálfseyðingar hvöt að ég veit ekki hvað ég á að gera við þig (kæri sáli). Semsag ég er óborganlegur röndóttur karakter sem er haldin sjálfseyðingarhvöt. það er ekki amarlegt.....
Plan mitt fyrir daginn er að fara með stelpuna í leikskólan kl 07-45. svo fer ég í sjúkratjálfun og nálastungur kl 09-00. svo ætla ég að ræna banka. og hef pottétta ástæðu fyrir því handa löggunni.
sko í 1. lagi á ég bara 1690kr eftir til að lifa út mánuðinn, sem er frábærrrt. 2. Ég hef ekkert betra að gera jú ég er nú löggiltur aumingi. 3. sko ég er bara að reyna að vera atvinnu skapandi, sko hvað hefðuð þið gert ef ég hefði ekki brotið af mér, (setið á rassgatinu). 4. Mér gengur svo illa að vinna í lotto, (ætti kanski að byrja á þvi að kaupa miða, það gæti hjálðað).
sko hvað ég er gáfuð, þetta verður pottétt rán, og þá er það bara hvernig ég ætla að fara að þessu, ég labba rólega inn í bankann, tek mér númer og bíð eftir kalli gjaldkera, svo þegar að það er komið að mér, þá labba ég að borðinu og brosi voða sætt
og seigi upp með hendur og niður með brækur og kondu með alla peningana undir eins..........

jæja ég elska ykkur öll. kanski blogga ég aftur í dag ef mér leiðist, svo gaman að bulla í ykkur dúllurnar mínar............ ykkar Einfari
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.