14.3.2008 | 14:10
Skap sveiflur...
Það virðist sem ég sveiflist allveg rosalega þessa dagana, veit hreint ekki hvort ég eigi að hlægja eða grenja, verst að geta ekki gert bæði í einu, Í gær átti ég góðan dag, var hress kát og næstum þvi skemmtileg (sem gerist sjaldan). en í dag upplifi ég mig svo leiðinlega að ég nenni vara sjálf að hanga með mér, svo ég skil vel ef þið nennið því ekki. Ég vaknaði kl 4 í nótt og er búin að vera vakandi síðan, kanski það eigi einhvernn þátt í því hvernig mér líður. Lítill svefn í nokkra daga held ég að geri hvern dag vitlausan, amk. mig. svo á maður engan aur, svo ekki get ég farið og gert ekkað skemmtilegt, eða leiðinlegt. Verst fynnst mér þó, ef dóttir mín biður um ekkað, sem kostar ekki mikið og ég verð samt að segja NEI. Hún er að verða þreitt á þessu svari. Fólk hefur verið að segja við mig að það geti ekki verið að mér líði ekki vel. því ég líti svo vel út. En það er einmitt það sem ég geri þegar að mér líður eki vel, þá passa ég upp á að ég líti vel út komi vel fyrir og brosi ( svona golgate brosi). Allavega það er ekkert sama sem merki á milli útlits og líðan hjá mér...
Nú er móðir mín að fara í brjósta aððgerð á mánudag, og veit ég ekki hvernig ég upplífi það, Mamma allt í einu komin með flott brjóst og þrem mánuðum seinna verður svuntan tekin og vúlla mamma orðin hasar gella. Sko mér finnst það ekki fyndið. en auðvitað vona ég innilega að þetta gangi vel fyrir sig hjá henni og hún verði fljót að jafna sig. Svo er stóra systir min að fara að gifta sig í næsta mánuði og Óska ég henni og unnusta hennar innilega til hamingju. Þau eiga það svo sannarlega skilið að vera hamingju söm. Okkur systrum hefur nú ekki alltaf samið og oft hef ég haft það á tilfinningunni að hún hati mig, en þegar ég varð /barnshafandi fyrir 4, árum að þá einhvern veigi bretist allt, teingslin urðu sterkari og hún hefur óneitanlega mikið hjálpað mér með dóttir mína, Ég þjáðist fyrstu 2 ár ævi hennar af fæðingarþunglyndi, sem var erfitt. ég sleit líka sambúðinni með föður hennar er hún var rétt rúmlega 1 árs. En allavega það hefur margt verið í gangi hjá mér síðustu ár. margt sem ég hef verið að glíma við, og ég dáist að því hvað fjölsk. hefur verið dugleg að hjálpa mér, og líta frammhjá því sem ég hef kanski gert,sem er ekki stúlki sæmandi. Þau hafa verið þarna til að grípa mig hjálpa mér að rétta mig við. Svo TAKK elsku fjölsk.
lífið hjá mér snýst núna bara um það að lifa, hugsa um dóttir mína og reyna að horfa björtum augum til framtíðarinnar. Vona að það sé satt sem sagt er að Góðir hlutir gerist hægt.
Æðruleysis bænin hjálpar. (svona þið sem trúið á ekkað gott, skiptir engu máli hvað það er bara að það sé algott og geti fyrirgefið allt)
Ég bið guð að geyma ykkur öll í dag jafnt sem aðra daga.
einfarinn
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.