Að fara til augnlæknis

Jæja ég fór með stelpuna til augnlæknis í dag rétt fyrir kl 2 og það tók einn og hálfan klukku tíma. Stelpan var ekki mikið hrifin af þessu og var bara hreint fúl við mömmu sína fyrir þetta, fyrst var hún svo feimin að hún gat varla litið á konuna, svo þegar hún var rétt að fara að þíðast hana að þá setti konan einhverja dropa i augun á henni og við það sturlaðist stelpan, og álit hennar á greyið konunii fór allveg. jæja svo var það að tala við augnlækninn sjáfan og ekki var það betra, troða einhverju ljósi í augun á henni, hún var allveg orðin geðveik í skapinu. jæja það kom útúr þessu að stelpan þarf gleraugu til að ganga með allan daginn. voða gaman. hún er svona skemmtilega fjarsýn einsog mamman og tölurverð sjónskekkja. en þá er bara að splæsa í gleraugu, hún verður að sjá stelpan. en droparnir sem settir voru í augun á henni eru að virka í 2-3 kl eftir að hafa verið settir í augun. og er virknin þannið að þetta þenur út augasteinana sem veldur því að barnið sér nánast ekkert sem er nálæg henni og ljós og birta fer í hana. og það hefur það i för með sér að hún er rosalega skap góð eða þannig. Ég er núna að búa til kvöldmatinn og baka einhverjar brauð bollur. svona á milli ferða í þvotta húsið. er að spá í að nota morgun daginn í að baka marengs fyrir mömmu. og skúra gólfin og taka til. Rosa gaman hjá mér.

 

heyrumst 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband