23.3.2008 | 01:32
I´m sick
blessuð öll sömul, nú hef ég ekki bloggað í nokkra daga, eða allt svo frá því á miðvikudag hled ég. sko ástæðan fyrir því er sú að stóra systir mín kom norður og hennar talfa verður að vera í sambandi og mömmu talfa og örnu talfa, þannig að mín má ekki vera í notkun meðan að þau eru hérna, ég ákvað samt áðan að taka mér það bessa leyfi að plugga mína tölvu í samband og blogga. Enda gerir það voðalítið til þar sem að þau gistu ekki hér í nott.
Sko ég hef haft nóg að gera hérna heima síðustu daga, og er það bara ágætt en ég held að núna verði ég til lítis gagns, Því í gær vaknaði ég með þessa fínu hálsbólgu og hita, og er hún bara frekar slæm, ég held að hálsbólgan sé valdurinn af því að ég get eingan veigin sofið núna, svo erfitt að liggja útaf og anda. Það er gaman að þessu öllu saman. En það er hreint út sagt lygilegt hvað ég er oft lasin og veik, er ekki allveg að verða komið nóg? Mér finnst það.
Jæja mamma er að hressast eftir aðgerðina, reyndar fór hún á sjúkrahúsið í fyrradag því blóðþrýstingurinn var ekkað að stríða henni, þá var henni skipað að hætta á blóðþrýstings lyfjunum og var hún strax skárri í gær, sem er gott, Ég verð að segja eitt um þennan lýtalækni og það er að hann er djöf... fær í sínu starfi...
Ég óska ykkur gleðilegra páska. við heyrumst kv. einfarinn
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tölva, tölvu, tölvu, tölvu. Þannig beygist orðið tölva
Vonandi batnar þér fljótt
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.3.2008 kl. 01:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.