Svefn?

Mikið gæfi ég fyrir að ég gæti sofið, Mér hefur ekki tekist að sofa mikið í nótt, útaf verkjum við það að anda, hósta og særindum í hálsinum, Mér finnst þetta bara ekkert skemtilegt. Í fyrradag æddi ég upp á sjúkrahúst til að hitta vaktlækni, þar mátti ég bíða í einn klukkutíma og fjörutíuog fmm mínútur, bara til að komast að því að þetta væri bara inflúensan og ekkert við henni að gera. Svo í gær æddi ég aftur upp á sjúkrahús til að hitta vaktlækni, en í þetta skiptið var ég að fara með stelpuna mína, við fengum að bíða í 2tíma þarna uppfrá í það skiptið og bara til að fá að heyra það sama,  Ég ætla ekki að fara þangað í dag aftur, ekki séns. En hvort ég sé sammála því að þetta sé bara influensan, það er ég ekki, Ætla bara að tala við minn heimilislækni á þriðjudaginn hann þekki mig best og er afar góður læknir.

Ég og dóttir mín vorum ekki í miklu páskaskapi í gær, samt er hún vaknaði þá sagði ég henni að fara að leita af páskaeggjunum sínum, hún var ekki lengi að finna þau, en það eina sem hún vildi með þau var að taka strumpana ofan af þeim. hún snerti varla súkkulaðið eða nammið, enginn áhugi fyrir því og guð hvað ég skildi hana vel, mér hefur ekkert langað í neit síðan að ég varð lasin. Ég átti sjálf eitt páskaegg og fengu hinir á heimilinu bara að njóta þess. enda vantar mig ekki beint hitaeiningar, er allt og þung.

 Nú er stelpan mín að fara suður í dag með systur minni í  x langan tíma. Mér langar helsti til að hætta við að leyfa henni að fara, en get það samt varla ég var búin að lofa henni því og það er víst ljótt að svíkja loforð. Svo held ég líka að systir mín yrði brjáluð ef ég segði nei því hún er frekar mikið hrifin af stelpunni líkt og öllu börnum, Svo ég verð bara að loka munninum og segja ekki orð.

 

heyrumst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband