Vaknaði í morgun...

Og komast að því að þetta er svona einn af þessum dögum, þar sem allt er svart (amk. mjög dökkt) ég var glaðvakandi en samt að reyna að opna augun, þau vildu það ekki og einhver rödd skipaði mér að draga sængina betur upp fyrir haus og bara liggja þar og bíða eftir því að það komi betri dagur, en ég ákvað að vera dugleg og opna augun, ég leit í kringum mig í herberginu og var að gá að einhverju vissi ekki allveg hverju, vissi bara að mér var ekkað svo kalt, það var myrkur í herberginu ég leit svo á barna rúmið og þá sá ég skýringuna á því að mér var svo kalt, lifandi hita pokinn minn var í sínu rúmi, þar kúrði hún með sængina sína og svaf svo vært. það var yndislegt ég vissi þá að ég gæti farið á fætur og tekist á við daginn, ég gæti það fyrir hana. Það er svo skrítið að bara við það að taka ákvörðun um að takast á við daginn að þá það eitt var nóg til að mér liði betur og varð bjartsýnni með að eiga ágætis dag. En samt er einhver pirringur í mér, skapið svo sveiflótt það þarf orðið ekker til að feikja mér upp allt og allir fara í taugarnar á mér, sem segir mér í hvaða jafnvægi ég er=engu. Þegar að allir í kringum mig eru orðnir að fíflum að þá ætti ég að fara að skoða sjálfa mig verulega. Þetta bitnar svo á þeim sem mér eru kærastir, ég verð svona þessi óþolandi mamma stöðugt gargandi, Fyrirgefðu Hanna. og Svo verð ég svo ömurlega leiðinleg dóttir, allt að hjá mér og allt mömmu og pabba að kenna, og vera systir get ég ekki þarf alltaf að vera að ráðleggja þeim hvernig hlutirnir eiga að vera og hvernig ekki því jú ég veit auðvitað betur, Maður er eiginlega þannig að maður eyðir deiginum í það af finna sér einhverja ástæðu til að vera pirraður og gerir allt sem maður getur til að finna ekkað að hjá öðrum.

 

Jæja í allt aðra sálma. Ég heyrði í gær að stelpan mín fór allt í einu að hágráta, ég stekk upp rík inn í herbergi, þar sat hún og hágrét samt sá ég að hún var allveg heil, þannig að ekki hafði hún dottið, svo ég spyr hvað sé að, Hún segir ég vil horfa á aðra mynd mamma, ég hafði látið lion king í fyrir hana og akkúrat þarna var múfasa (ljóna pabbin) dáin og búið að reka Simba (ljóns ungann) í burtu og hún brást bara svona sterkt við þessu stelpan, Ég varð að setjast hjá henni og horfa með henni á myndina og reyna að ústkýra fyrir henni boðskap myndarinnar og segja henni að Múfasa hefði bara farið til englanna og að simbi færi aftur heim. Mér brá samt því ég hélt að börn hefðu ekki þann tilfinningalega þroska að geta grátið yfir sjónvarpi. það var greinilega misskilningur hjá mér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Okkur eru sendir englar til að vaka yfir okkur-  sem gefa okkur tilgang þegar á móti blæs- dóttir þín er augljóslega engillinn þinn.  Þið eruð heppnar að eiga hvora aðra að  Allt það góða sem þú sérð í dóttur þinni, kemur einmitt frá þér og þínum.  Hafðu það í huga.

Eigðu góðan dag bloggvinkona

Dísaskvísan

Dísaskvísan (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband