8.5.2008 | 06:45
Ég fór til læknisins...
Í gær bara til að fá það staðfest að ég væri bara biluð í toppstykkinu, Læknirinn sagði mér að í raun fyndi ég ekki til í maganum heldur höfðinu (sálinni), og þetta með þyngdina sagi hann mér auðvitað að þetta væri allfarið mér að kenna, sem auðvita að er rétt engin sat yfir mér og tróð matnum upp í mig, en samt fékk smá hjálp, því jú gegðlæknirinn lét mig fá 4 lystaukandi lyf eftir að ég var búin að fara í þessa aðgerð. og einnig sagði hanna jú að ekkað af verkjunum gæri staðið af því að ég væri að borða svona vitlaust. auðvita veit ég að það hefur áhrif, þannig að nu verð ég breyta mínum lífsháttum, það mun verða erfitt og taka tíma en ég verð þá bara að vera G.Æ.S áfram. Ég þurfti samt ekkert á því að halda að eyða öllum þessum pening sem það hefur kostað mig að vara suður á land. þetta er búið að kosta mig örugglega um c.a 20.þús kr og þá fyrir utan sektina frá löggunnir, löggan sektaði mig fyrir að vera enn á nöglum, ég reyndi að segja henni að ég væri nýkomin frá Akureyri og þar hafði verið snjókoma deiginum áður en ég kom suður, ég sagði honum líka að ég væri bara hérna til að fara til læknis og myndi fara heim aftur í lok vikunnar, en honum var auðvita var honum nákvæmlega, og sagði bara Ég sat í bílnum á eftir og bölvaði henni til helv. en ég get nú samt þakkað fyrir að vera ekki á fluttninga bíl sem er með miljón dekk, (reyndar veit ég að þeri eru aldrei á nöglum, nota keðjur).
Ég var spurð í gær hvort ég væri svona quit-er , Ég leit á manneskjuna og sagði, ummm já og hún horfði á mig, svolítið hissa á svarinu, en sagi svo nefndu dæmi, ég sagði ég hef hætt ýmsu upp á síðkastið, hætt í neyslu, hætt að reykja og ekkað fleyra, svo nú verð ég bara að fara halda áfram að hætta hlutum, ég verð að hætta í namminu, kókinu (aftur), hveitinu og sykrinum öllum, uhhhh, en ég ætla að gera þetta bara í litlum skrefun í von um að þá takist mér þetta frekar, Ég þarf líka að fara að borða reglulega.
kv. Svala G.Æ.S
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.