12.5.2008 | 07:59
Það er gott að geta brosað
Í dag er eikkað heimskulegt bros á vörum mér, veit ekki hvað það er, einhver gömul tilfinning sem er að kíkja í heimsókn, tilfinningin er gleði og friður, í fyrsta sinn i langan tíma sit ég allveg slök fyrir framan tölfuna, Ég er nokkuð tengd sjálfri mér og ég fyllist von, von um ekkað betra andlegt ástand en ég hef verið í en þó þetta muni bara vara í nokkrar mínútur eða vonandi klukkutíma að þá mun ég þakka fyrir það. Kanski er að Sólin og fuglarnir og þessar stóru "yndislegu" randaflugur sem eru byrjaðar sveima og tilkynna komu sumarsins, sumarið er jú tími ástarinnar, kanski verð ég ástfanginn í sumar ef ekki af einhverri mannveru þá bara lífinu sjálfu. Ég ætla samt ekki að gera neina sérstakar kröfur til komandi mánaða eða ára nema meiri sálarró, en svo sorglet sem það er að þá er það einmitt ég ein sem get bætt einhverju þar, þarf bara að reyna að sætta mig við MIG, það eru auðvitað til betri manneskjur en ég en líka verri (úps þar sagði ég það). áðan var engilinn minn að vakna, yndislegt að taka hana í fangið og finna ylinn af henni og lyktina og finna hversu sterkt ég elska hana.
nú ætla ég að segja ykkur soldið sem fæstir eru ekkað að deila með öðrum. Ég veit ég tönglast á því að ég elski barnið mitt og það geri ég svo sannarlega NÚNA og það er ekki sjálfsagt og þó jú að finna fyrir þessari tilfinningu. Ég líkt og svo margar aðrar konur lenti í fæðingarþunlyndi og það er hrillilegt ekkert er jafn sárt og það, að fá lítinn engil í fangið og finna nákvæmlega EKKERT en þannig var það kanski fann ég jú mest fyrir hræðslu, ég var komin með líf í fangið sem ÉG átti og á að bera ábyrgð á, ég varð skelfingu lostin og í staðin fyrir hamingju yfir lífinu í fanginu á mér fannst mér ég halda á reipi, keðjum what ever bara ekkað sem myndi binda mig, ég vissi að ég átti að tárast af ást og hamingju en ekkert, ég get ekki sagt ykkur hvað það var sárt og er enn að hugsa til þess, þar sem nú er EKKERT í heiminum sem ég veit til þess að sé DÁSAMLEGRI en hún, og hún elskar mig. það þarf ekkert að efast um það, þessir englar eru tilbúnir til að taka manni hvernig svo sem maður er, þau sjá mann ekki einsog við fullorðnu gerum þau sjá sálina held ég. Ég ætla að bakka aðeins, auðvitað hef ég samt alltaf elskað hana fyrst var ég bara of hrædd að til að leyfa mér að elska hana, hélt að eikkað eða einhvert tæki hana frá mér , mér fannst hún líka ekki eiga það skilið að sitja uppi með mig, hún á eftir að verða pirruð á mér og hefur örugglega oft orðið það, reið langað að öskra á mig en ekki afþví hún þoli mig ekki heldur afþví hún Elskar mig líkt og ég hana, oft er líkt og hún sé að passa mig og kenna mér ekki öfugt, hún hefur sagt mér sögur afþví þegar að ég var lítil og hef ég lúmst gaman afþví og leyfi mér að halda að það gæti svo sem hafa verið einhvern tíman áður í öðru lífi. Ég held við séum alltaf með sama fólkinu aftur og aftur, nei ekki fólkinu heldur sálunum, Ég vona það allavega því þá get ég elskað fjöslkyldu mína lengur. Ég veit fólki langar stundum að æla yfir væmninni í mér en so what, svona líður mér bara. Elska þau öll á sinn hátt, stundum hata ég þau það er þegar að þau líkjast mér of mikið eða eru bara að eru óhamingju söm þá þoli ég þau ekki því þá taka þau athygli frá mér, aumingja mér ég sem á svo bágt, það fær allavega fjölskyldan oft að heyra, ég finn til hérna og þarna ég get tönglast á því dagin út og dagin inn (verð samt brjáluð á fólki sem er svona), núna velti ég því fyrir mér hvort ég finni í alvörunni til í líkama mínum eða bara hvort þetta sé allt í hausnum á mér, kanski ekki skrítið að ég velti því fyrir mér, það hefur komið svona nokkrum sinnum fyrir mig undan farið að ég heyri og skynja ekkað sem ekki er rétt, ég er semsagt létt geggjuð. Það þarf samt ekki að loka mig inni eða neitt sollis, það stendur engum ógn af mér nema sálinni minni. það er samt í vinnslu. þið takið eftir því að ég veð úr einu í annað, ég hef svo margt að segja að ég veit ekki hvernig ég get komið því öllu frá mér líkt og mér hafi verið skammtaður einhver ákveðinn tími til að segja hvernig mér líður eða hvað mér finnst og finnst ekki. Það er veikt fólk í umferð sem getur lesið bloggið mitt og kanski beitt einlægni minni gegn mér, en ég ætla að standa og falla með því.
Ég og sólargeislinn minn ætlum að eiga góðan dag SAMAN. vonandi verður hann ykkur góður líka.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.