Maðurinn eða kanski mennirnir....

Í mínu lífi eru 2 sem eru mér afar kærir enda standa þeir mer mjög nærri amk. annar þeirra. Hann spilar stóru hlutverki í mínu lífi, ég hef frá því ég man eftir mér reynt að gera honum til hæfis og hef verið lömuð að hræðslu oft við að standast ekki væntingar hans, þeir eru erfiðir í skapi og oft bara hreint óþolandi (en hver er það ekki?) en það breytir því ekki hversu vænt mér þykir um þá, oft er eins og þeir séu þeir einu sem meigi vera leiðinlegir við mig og stundum bara vondir (ekki að tala um að þeir leggi hendur á mig) þeir eru allavega manna fyristir til að hlaupa til ef einhverjum öðrum verður það á að vera vondir við mig. Ég efast samt ekki um að þeir elski mig þó þeim finnist ég erfið, þeir líkt og aðrir hafa þurft að fylgjast með mér takast á við þunglyndið og reyna að vera eðlileg, það gengur erfiðlega oft. en þeir eru svo líkir hvor öðrum að manni dettur í stundum í hug að þeir séu í raun einn og sami maðurinn, það eina sem er að annar er töluvert eldri en hinn og hefur kanski róast með árunum. Oft hef ég kvartað sáran undan þeim, þeir geta gert mig brjálaða. Held þeir meini samt vel,ég ætla svo sem ekki að tala meira um þá, veit þeir væru ekkert hrifnir af því. Mér bara datt í hug að segja samt fólki að mér þykir vænt um þá, þó ég virðist bara tala um mömmu og eingilinn minn.

 

Og svo í allt aðra sálma, nú hef ég einungis náð 2 og hálfum tíma í svefn á 2 sólarhringum og ég bara skil ekki hvað er að, mér líður ekkert sérstaklega illa, hefur allavega liðið mun verr og þá hvort sem talað er um andlegu eða líkamlegu heilsuna. Það eina sem virkilega er að er svefnleysið, ég óttast að ég missi vitið og muni sjálf ekki taka eftir því að það hefur yfirgefið mig. Mig langar bara svo ofboðslega mikið til að geta verið sátt.......... Ég lá auðvitað upp í rúmi áðan og leið bara undarlega finnst ég þurfa að vera að gera ekkað, veit ekki hvað bara ekkað, það er leti að liggja upp í rúmi, oft held ég að ég virki löt og sérhlífin, en það er samt ekki vandamálið heldur bara ekkað sinnuleysi ef einhver segði mér að standa upp og gera ekkað að þá gerir ég það í langflestum tilvikum, í dag er ég búin að djöflast og djöflast, bara verið hreint á fullu, ég gæti sofnað og ef ég sofna þá gæti verið að ég svæfi of lengi eða yrði bara enn þreyttari fyrir vikið. Svo þegar að liðið er svona á nóttina að þá finnst mér ekki taka því að fara að sofa því það er ekki svo langt þangað til að stelpan vaknar og nýr dagur hefst. Vitið þið afhverju þetta er svona skríftið, það er afþví að áður fyrr svaf ég svo mikið ég gat sofið allan sólarhringinn og ég gat sofið alls staðar, Venjan var að ef einhver hringdi og spurði eftir mér að þá var svarið nei því miður hún er sofandi get ég tekið skilaboð. sko ef það er hringt eftir kl 8 á kvöldin núna að þá er sagt að ég sé sofnuð því jú ég fer inn á kvöldin með stelpunni og næ þá ofast að sofna í amk. 1klukkutíma, en reyni svo að liggja sem lengst í rúminu og hvílast, en gefst svo oft upp líkt og núna en ætla að reyna aftur á eftir að sofna, oftast reyni ég einhvern tíman að deiginum að fara inn í rúm og sofna, og aftur ef það tekst að þá er það í mestu klukkutími sem ég næ. Það breytir samt engu með nætursvefnin, það skiptir ekki máli hvort ég leggi mig að deiginum til eða ekki. bla bla bla bla bla........ veit ekki einu sinni afhverju ég sit hérna og pikka og pikka á tölfuna, hef ekki hugmynd hvort einhver hafi áhuga eða ekki að lesa það sem ég skrifa enda er það kanski ekki höfuð málið, málið er að það er gott að geta losað aðeins af hausnum (ef þið skiljið). góða nótt 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísaskvísa

Ég held að það skipti ekki máli hvað sé skrifað um- það er meira áríðandi að maður fái útrás fyrir það sem maður þarf að segja- alla vegana lít ég þannig á málin.  Hafðu það gott kæra bloggvinkona

Kv.  Dísaskvísan

Dísaskvísa, 15.5.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband