20.5.2008 | 05:57
Hvað það er allt.....
Að fyllast af fíflum í kringum mig, allir að breytast í fífl, ég held ég verði að fara að gera ekkað í mínum málum, því að er ekkað að hjá mér, en ekki fólkinu í kringum mig. Frá því í gær tek ég öllum smá aðfinnslum í minn garð sem beina árás og ég missi mig. T.D varð einum félaga mínum á að spurja mig hvort ég liti aldrei í spegil, og ég bara sagði honum að fyrst ég væri svona ljót að þá þyrfti hann bara ekkert að vera að hafa fyrir því að horfa ekkað á mig, Ég var allveg með það á hreinu að honum fynndist ég skrímsli eða ekkað, en svo kom það á dagin að þetta var ekki það sem hann var að meina. Ég kveikti á símanum mínum áðan, og einhvern tíman þegar að ég hef verið í góðu skapi að þá hafði ég opnunar kveðjuna þessa : Góðan daginn sæta. Og ég bilaðist þegar að ég sá þetta og sagði :Hver segir að það sé góður dagur hann er varla byrjaður. og sæta, það er of ljótt til að hafa það eftir sem fylgdi því orði.................. Sem sagt ég ætti að snú rúminu og gá hvort það breyti einhverju, ég gæti verið að fara alltaf vitlaust framm úr á morgnanna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.