26.5.2008 | 11:24
Þessi draumaprins.....
Er búin að rugla mig endanlega í rýminu og hausin á mér eitt ?. þið vitið þessi sem ég var að segja um daginn að ég héldi að ég væri aftur orðin ástfangin af, hélt hann væri breyttur og væri orðin fullorðin, (enda er hann 25ára) En breyttur er hann örugglega ekki. ég fór út á laugardagskvöldið á skemmti stað ætlaði að hitta Hann þar. ég var komin aðeins á undan honum, þannig að ég var bara ein með sjálfri mér þarna á staðnum þekkti engan sem komin var, svo ég varð glöð þegar að ég sá hann koma, en viti menn ég fer og ætlað að heilsa honum og þá sagði hann (nei kallaði) yfir staðin að ég væri ógeðslegt úrhrak frá helvíti, og væri alltaf klædd eins og hóra, svo eftir það hljóp hann í burtu ef ég ætlaði að yrða á hann,vá hvað mér leið illa, ein á skemmtistað búið að niðurlægja mig fyrir framan fullt af fólki og fyrir vikið fannst mér allir horfa á mig, ég brá þá á það ráð að drekka bara meira og reyna að útiloka umhverfið. fór svo ein heim um kl 04 um nóttina. Ein niðurbrotin og frekar drukkin, í gær lá ég að mestu í ruminu sökum vanlíðunar efti orð hans og gerðir. sko þetta er maður sem ég hef svo oft verið særð af, samt var ég að verða búin að fyrirgefa honum hvernig hann hefur komið framm við mig. ég var að hjálpa honum í gengum hans vanlíðan, hann mátti koma hvenar sem er og hringja í mig hvenar sem væri á sólarhringnum ef honum liði illa og þyrfti á mér að halda og þetta eru þakkirnar fyrir . en svo í morgun sá ég 4 sms frá honum, þar sem hann byðst fyrirgefningar á hegðun sinni. Ég held að ég stökkvi samt ekki til og segji já já ég skal fyrirgefa þér, Ég veit ekki hvað ég á að gera, ég var búin að ákveða í morgun að liggja bara í rúminu í dag og draga sængina vel upp fyrir haus, afþví að mér líður skelfilega eftir þessa niðurlægingu, ég afpantaði tíman hjá sjúkraþjálfaranum og fór upp í rúm aftur, en nú hef ég tekið aðra ákvörðun, ég ætla að vera sterk, ekki leyfa honum að stjórna svona mikið yfrir því hvernig mér líður eða hvað ég geri, hann á það ekki skilið frá mér. ég ætla bara að gefa mér tíma til að ákveða hvað ég á að gera í þessum efnum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleymdu gaurnum!
Bara innantóm loford.
Jóhann (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 11:31
Trúðu mér - þetta er ekki þess virði!!
Tek undir með Bryndísi - hafðu þig og litla engilinn þinn ávallt í fyrsta sæti - láttu manninn ekki komast upp með að niðurlægja þig og særa þig. Þú átt betra skilið kæra blogvinkona.
Kv. Dísaskvísa
Dísaskvísa, 27.5.2008 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.