30.5.2008 | 15:02
Stoðirnar í lífi mínu....
eru að gefast upp, þá er ég að tala um fæturnar á mér. hnéin eru víst búin að fá nóg, af mér. Ég fór semsagt til bæklunarlæknis í morgun eftir að vera búin að bíða lengi eftir tíma, og þar fékk ég að vita að þau væru búin að fá sig full södd af of mikilin þyngd í alltof langan tíma, brjóskin farin að nuddast saman og ekkað meira drasl, allavega spurði læknirinn hvort hann mætti prófa að sprauta sterum í hnéið til að vita hvort það gagnist ekkað, já já sagði ég allveg grunlaus um hvað væri í vændum. Djöf... var vont þegar að hann sprautaði úr þessari hrossasprautu sinni, þegar að hann hafði lokið verki sínu leit hann á mig og sagði, deyfinginn fer svo úr í nótt og þú verður töluvert verri í nokkra daga, og svo tekur það mánuð að komast að því hvort ekkað gagn hafi verið af þessu eða ekki. semsagt töluvert verri ég er það strax, með hræðilega verki í hnéinu sem hann sprautaði í svo að ef þetta er skárra heldur en bíður mín í nótt þegar að deyfingin fer úr að þá held ég að ég vilji ekki komast að því hvernig þetta á eftir að verða. Það fylgir þessu líka skemtilega mikil ógleði og slappleiki og auðvitað verð ég pirruð þar sem að ég er með stanslausa verki í hnéinu ( thank god fyrir að hann prófaði bara annað þeirra i einu, því annars væri ég í hjólastól núna). og já rúsínan í pylsuendanum er sú, að svona verð ég þar sem eftir er, og mestar líkur á að þetta versni bara með árunum. Frábært og eina manneskjan sem ég get kennt um er ÉG sjálf. FRÁBÆRT. ég er farin í aðhald, nei breita lífstílnum því að ég tel að ef ég næ að koma mér niður í kjörþyngd að þá minkar að sjálfsögðu álagið á hnéin. Svo SKAMM, SKAMM. Svala.
Eigið yndislegan dag dúllurnar mínar.....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við skulum vona Svala mín að þetta virki eitthvað, svona miðað við að hrossasprauta var notuð
Hafðu það sem allra best elsku dúllan mín
Unnur R. H., 1.6.2008 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.