3.6.2008 | 05:56
What a day.
Gærdagurinn var hörmung og eiginlega lyginni likast hvað allt var á afturfótunum hjá mér. Byrjaði reyndar á góðum hlut sem hefur ekki gerst síðan ég veit ekki hvenar við daman vöknuðum báðar við klukkuna, það er jafn ólíklegt og ég veit ekki hvað, og ég ætlaði aldrei að koma henni á fætur greyinu, en það hófst og við fórum af stað í leikskólan og allt í goody með það, daman fór á deildina sína og var hin hressasta ég fer út og af stað í sjúkraþjálfun og á leiðinni þangað ákvað löggan að stoppa mig, svona rétt til að benda mér á að annað afturljósið væri brotið, ég bara vá í alvöru? (það brotnaði í nóv. 2007) og núna fyrst datt þeim í hug að benda mér á það, hafa samt stoppað mig áður á þessu tímabili en aldrei tjáð sig um ljósið. en málið er að þeim kemur þetta í raun ekki við, perunrnar virka og ljósið þannig í lagi. Ok ég fer svo bara í sjúkraþjálfun og þar gengu hlutirnir bara sinn vanagang og allt í góðu, þaðan fór ég til augnlæknis bara til að heyra það að ef aðgerðin í júlí gengur ekki upp, að þá má ég bara fara að búa mig undir það að hætta að keyra og sollis því augun í mér ná eingan vegin að vinna saman og það veldur mér nettum vandræðum í akstri. Þegar að ég kom þaðan út fannst mér heimurinn ætla að hrinja, ég meina hvað geri ég ef þetta gengur ekki upp (aðgerðin). Ég keyri af stað heim, er ég er að keyra niður spítlalastíginn á leið minni heim mæti ég götusópara og færir hann sig aðeins frá svo ég hélt ég gæti komist framm hjá honum en nei hann þvingar mig svo út að önnur hliðin er komin lengst upp í brekku og mér tekst að stöðva þar, ég opna bíl hurðina og dett út, vá hvað ég var hrædd, allveg sanfærð um það að nú myndi bílinn bara hrinja ofan á mig, en mér tekst að komast nógu langt frá helv. bílnum, þar stoppa ég og nötra af tauga spennu ég hringi í lögregluna og bið hana að koma mér til bjargar og hún er komin af vörmu spori og sagði hún að það væri ótrúlegt að ekki skildi fara verr því bilinn var bara ársbreidd frá því að hrinja á hliðina, Löggu gellunni var sagt að fara inn í bílinn og svo hélt hinn lögregluþjóninn við bílin ásamt 2 öðrum mönnum svo bílinn hrindi ekki, til að koma bílnum á öll 4 dekkin, það þykir víst betra að keyra þannig . Ég er að segja ykkur það að ég hef aldrei orðin jafn HRÆDD og þarna. Nú hélt ég að dagurinn gæti bara batnað upp úr þessu, en nei ekki hjá Svölu, ég heirði í banka fígurunum og viti menn er ég var búin að borga reikningana að þá átti ég 495kr eftir til að lifa á út mánuðinn, semsagt æði. Ætti kanski að skreppa í hnatt reysu fyrir peninginn. Ég var orðin þannig í gær að mér var orðið sama um allt hélt að lífi mínu væri bara að ljúka, kl 3 er svo hringt í mig og ég spurð hvort ég væri nokkuð að gleyma mér pínulítið og ég eeeeeeeee jú kanski en bara smá , þá átti ég að vera hjá þessum yndislega næringarfræðingi sem tók allveg hræðilega langan tíma að fá tíma hjá, sko þessum sem þurfti bæði heimilslækni og sérfræðing til að senda beiðni. en hún var ágæt og leyfði mér að koma þó ég væri allt of sein. Var hún yndisleg og það var þarna sem dagurinn fór að skána aðeins aftur og endaði bara sæmilega.
Vonandi verður dagurinn i dag góður við mig.
kær kv. Svala
ps. kanski skirfað hræðilega en sry fyrir það
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.