9.6.2008 | 10:10
Sönnun...
Það er komin sönnun fyrir því að ég er ekkað skrítin undan farið, þegar að ég vaknaði í morgun, hlakkaði mig til að fara í sjúkraþjálfun og taka aðeins á, og síðan hvenar hefur mig hlakkað til að fara að hreyfa mig (sko í rægtinni eða sollis) held aldrei, ekki útaf leti ekki misskilja mig, heldur vegna þess að venjulega kvíði ég sárlega fyrir þvi að þurfa að hátta mig inn í einhverjum búningsklefa, og vera í æfingum fyrir framan aðra, hef sjálf verið með mestu fordómanaum um feit fólk og ekki bara feitt fólk heldur feitt fólk með geðraskanir eins og ég. En semsagt ég for og ég tók nánast ekkert eftir því að þarna var fólk og ég spáði ótrúlega lítið í það hvort þau væru ekkað horfa á mig sérstaklega og ég tók ekki ákvörðun fyrir það, með hvaða álit þau hefðu á mér. sko venjulega ef einhver lítur á mig að þá er ég búin að ákveða að manneskja sé að spá í einhverju neikvæðu um mig. Svo trítlaði ég yfir til heimilislæknisins, og ákveðið var að hækka þunglyndis lyfja skamtinn, Samt soldið erfitt að fara til hans og segja honum hvað mér hafi liðið skelfilega fyrri nokkrum dögum, því það er svo fjarri mér í dag, en það er einmitt þess vegna sem verið er að reyna að breyta þessu lyfjum því það eru eingar smá sveiflur sem ég fæ. Einn daginn er heimsendir pottþétt á næstu mínútu og svo hinn daginn er ég sprell lyfandi útum allt og upp um allt, stór skrítin.
Við mæðgur fórum í kjarnaskóg í gær morgun og vorum þar í einn og hálfan tíma, bara að labba og leika okkur, það var yndislegt, við tókum nánast ekkert eftir því að það væri hálf þungbúið og rigning, við klæddum okkur bara báðar í regnföt og dryfum okkur út, þar fékk ég tæki færi til að renna mér og róla jibí . Mér fannst ég heppnasta manneskja í heimi að eiga þennan engil, sem vill bara mömmu og fynnst ég skemtileg.
kv. einfarinn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er yndislegt að þú skulir ná svo vel til dóttur þinnar. Njóttu þess að vera til!!
Kv. Dísaskvísan
Dísaskvísa, 10.6.2008 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.