13.6.2008 | 17:36
Fallegur dagur.
Það er búið að vera rosalega fallegur dagur hérna í höfuðborg norðursins. Dagurinn er líka búin að vera mér ágætur, mikil hreyfing og útivera, sem er FRÁBÆRT. Mér er búð að takast að henda af mér 1 og hálfu kg þessa vikuna og er ég mjög sátt við það en það er enn LANGT í land hjá mér en það mun takast hjá mér.
Ég er samt að rembast núna eins og ég get að hafa ofan af fyrir ungu konunni, hún getur ekki beðið eftir að fá frænda sinn í heimsókn, hann ætlar að sofa hjá okkur í nótt vonandi blaðra þau ekki bara út í eitt og neita að fara að sofa, en þetta er samt skyljanlegt þau kanski hittas 2-3 á ári og þá stoppar hann lengst í viku, þannig að þau verða að nýta tíman vel og ég líka, Frændi minn litli er yndislegur strákur (þegar að pabbinn er ekki nálægt, þá þarf hann að vera með strákastæla ). Og guð hvað er krúttlegt að sjá þau saman hann verður allt í einu rosa stór og passar litlu frænku (það munar 2 árum) og leiðir hana um allt.
einhvern veigin virðist allt bara í ágætu standi hjá mér, ég er nokkuð jákvæð, enda þýðir ekki annað. Það verður samt eitt og annað á döfinni hjá mér á næstunni t.d blöðruspeglun, sterasprauta, og járn gjöf 5 skipti af því, og ég er að fara að hitta minn nýja geðlækni þann 30.júni, rosa gaman (not) eftir síðast geðlækni sem ég var með hef ég ekki mikila trú á þessari læknastétt. Lyf eru ekki lausnin, þau hjálpa en þau eru ekki lausnin, þetta þarf maður að gera allveg sjálfur vinna í höfðinu á sjálfum sér, þar er ekki hægt að segja upp. en maður gæti verið rekin og mist algjörlega vitið. hehe bara að bulla.
Er ég var í meðferð þá sögðu fulltrúarnir við mig að ég væri mjög röndóttur karakter og viti menn ég held að þau hafi hitt naglan á höfuðið. Þið sem lesið bullið í mér eruð örugglega búin að taka eftir því.
sumar kv. svala
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.