Stór dagur.....

Það verður stór dagur í lífi mínu á morgun, ég fer í mína fyrstu járngjöf, og kvíði ég nett fyrir því, ég hef heyrt að þetta sé mjög sárt, en ég hef nú fætt barn svo ég hlít að  þola það Wink . En það sem betra er að ég hef líka heyrt að maður eignist bara nýtt lif, sko líf mitt er ágætt en eg mér mun líða aðeins betur að þá verður það kanski bara FRÁBÆRT, segjum það allavega. Ég er búin að vera mjög dugleg undanfarið og er bara nokkuð sátt við sjálfa mig og framm farir mínar, það er strax farið að sýna sig að þjálfunin í salnum hjá sjúkraþjálfaranum borgar sig, fætur mínir eru mikið að styrkjast og við það að styrkjast að þá fer andlega hliðin líka upp, hverjum hefði dottið í hug að það að eyða orku fær maður orku, þetta er stórfurðulegt, en ég hef líka reynt að passa það að borða reglulega svona til að eiga orku. líkaminn er náttúrulega bara eins og bíll, þú kemst ekkert á bensínlausum bíl frekar en fæðulausum líkama. Það verður nú soldið skondið að hitta næringarráðgjafan aftur, hún fær örugglega áfall yfrir því hvað ég borða mikið af banönum, en það er svona að meðaltali 3 á dag hjá mér, og svo virðist sem ég misnoti soldið hrökkex og kotasælu. en allt í góðu. bara gaman að halda dagbók um þetta allt saman. Það verður líka gaman þegar að sjúkraþjálfarinn snýr aftur úr sumarfríi og sér að Svala litla hefur verið dugleg að mæta, kanski fær hún taugaáfall. Jæja dúlurnar mína ég blogg aftur á morgun þegar að ég hef farið í járngjöfina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísaskvísa

Gangi þér vel á morgun í járngjöfinni.  Þetta er ekkert sárt, maður finnur varla fyrir þessu og það eina er að maður fær upp í sig skrýtið járnbragð.  Reyndar er ég líka að fara í járn á morgun og ætla því að vera hjá þér í anda.  Thumbs up for us!!

Dísaskvísa, 23.6.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband