30.6.2008 | 12:56
Ekkert rosalega geðveik....
Jæja ég fór áðan til geðlæknis, og var það bara skemtilegt. Honum fannst breytingin sem hefur orðið á mér síðan bara um áramót vera lygileg, tær ólíkar manneskjur sagði hann . heimilislæknirinn minn sem sendi beiðnina til hans hafði líka notað falleg og jákvæð orð í að lýsa mér, sagði mig duglega og mér væri búið að takast margt undanfarið og væri nokkuð jákvæð, vá hvað mér þótti vænt um að heyra þetta, svo segja þeir líka að ég líti vel út, Geðlæknirnn vill samt ekkert hitta mig aftur fyr en eftir þrjár vikur og finnst mér það bara gott mál. Hann taldi að líklega myndi sálfræði aðstoð nýtast mér betur en hann og einhver lyf, enda sagði ég honum að það kæmi ekki til greina að ég færi aftur á róandi eða svefn lyf og svo sannarlega var hann sámála því, svo þetta er allt í góðum málum. Ég ætla bara að halda mínu striki.
Langaði bara að deila þessu með ykkur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.