11.7.2008 | 02:30
Það jafnast.....
Ekkert á við það, að fara út að ganga, ég hef komist að því, að ef ég er ekkað óhress með lífið og tilveruna að þá er málið einmitt að fara út að ganga, Þar næ ég að hreinsa hugan og fá smá ró í beinin mín, Þó ég geti ekki sofið líkt og núna að þá er ég samt tilturlega róleg, og hefur oft liðið mun ver en núna á sálinni. Líf mitt er samt alls ekki að gera sig þessa dagana og flest allt sem getur hafa farið úrskeiðis hefur farið úrskeiðis, en ég ætla samt ekki að láta þetta buga mig líkt og það hefur verið að gera undanfarið. Ég er orðið aðeins betri í auganu núna eftir að ég fór að nota þessa nýju dropa í gærdag, svo ég get glaðs yfir því og það geri ég .
Stelpan mín er að fara í útileigu í dag föstudag með pabba sínum, ég ákvað að fara ekki með. Það er samt smá uggur í mér með að hleypa henni með, Því að ef ekkað kemur upp á að þá get ég ekki komist strax til að ná i hana, Hann ætlar að fara að eins lengra (rúmum 100km leingra) en áætlað var. Bróðir hans ætlar með honum, og ég get ekki sagt að ég hrópi húrra yfrir því, eða það rói mig neitt að vita til þess, því hann drekkur soldið, og ég veit að þeir fá sér gjarnan í glas saman. En ég ætlað að treysta honum til að gera það ekki, meðan að hann er einn með stelpuna. Svo er ég svo mikið að spá,hvort að henni muni líða vel, ég meina hún er háð mér(samt örugglega ekki jafnmikið og ég henni) og henni semur ekki allveg alltaf við pabba sinn, æji þetta verður bara að vera allt í lagi hjá þeim.
jæja blogg meira seinna
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.