23.7.2008 | 14:42
Það setja stólinn...........
Það að setja stólinn fyrir dyrnar hjá einhverjum, finnst mér hræðilega erfitt að gera og nánast ómögulegt, því með því er ég að krefjast þess að einhver annar hætti að vera hann sjálfur og verði bara ekkað sem manni sjálfum þóknast, en engu að síður þurfti ég að gera það núna, ég þurfti að setja "HONUM" stólin fyrir dyrnar, hann er búin að halda mér og sleppa mér síðan að við skildum fyrir þremur árum og svo kom hann bara askvaðandi í gær og tikynnti mér það að hann elskaði mig og vildi hafa mig í lífi sínu það sem eftir er. ég veit ekki en hvað mér finnst um það, hann á við mörg hegðunarvandamál að stríða, og ég sagði honum að hann yrði að taka á þeim málum áður en að einhver gæti hugsanlega búið með honum, hann þarf einnig að læra það að axla ábyrgð á sér, ég hélt að fyrir rumum 4 árum þegar að dóttir okkar fæddist að þá myndi hann bara verða fullorðin við það, en svo var ekki, en hann er nú að ganga til læknis og vil ég að taki sig vel á þarna því þó ég gæti boðið sjálfri mér upp á þessi hegðunarvandamál hans að þá get ég ekki gert dóttir okkar það, stundum fer meiri tími hjá mér í það að skamma hann fyrir að stríða henni og ergja hana en ekki hún að láta ill og ætti þetta auðvitað ekki að vera svona, en samt spái ég hvort ég hafi í alvöru þann rétt að ætla að þvinga honum til að taka á sinum vanda, hann ætti kanski að finna það sjálfur. Svo langar mig ekkert til að fara að sjá fyrir honum aftur svo ég sagði við hann að ef við færum að búa saman að þá væri það hann sem leigði íbúðina en ekki ég því ég veit hvað það myndi kosta mig. Æji ég veit í raun ekkert í minn haus. ég stend á kross götum og veit sko ALLS ekki hvora leiðina ég að taka. jæja bara svona að koma þessu frá mér.
kv. krossgötu daman.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.