Óðum nálgast............

Nú nálgast haustið óðum og veturinn, ég veit ég er kanski soldið biluð að vera farin að spá í það strax, þar sem að það spáir 20 stiga hita hér heima á morgun, en nú er bara tæp vika í ágúst byrjun, svo það er nú ekki svo langt í haustið, ástæðan fyrir því að ég sé farin að spá í þessu strax er sú að í þetta skiptið ætla ég að undirbúa mig vel fyrir haustið, venjulega fer ég mjög langt niður á þessum tíma mótum og eru veturinr mér frekar mikið erfiðir andlega, en viti menn það á sko ekki að ske núna, hvorki ég né neinnar sem ég þekki getur stöðvað árstíðirnar og haft sumar allt árið um kring, svo ég verð víst að sætta mig við þetta, Í stað þess að hugsa til kuldans að þá er betra að spá í vetrar fötonum því að er alltaf gott veður ef maður bara klæðir sig eftir því, svo ef rökkrið ætlar að fara ekkað illa í mig að þá kveiki ég bara ljós, set upp séríur, það þarf ekkert að vera dimmt hjá mér, ég ætla ekki að legjast í mat eins og svo oft áður, ég nenni ekki að vera vinur matsins lengur, hann sest svo leiðinlega utan á mig Smile (allt svo ef hann er í of mikilu magni). Svo ætla ég að leyfa stelpunni minni að smita mig af þessari kátínu yfir snjónum (sko þegar að hann kemur). Nú skal sko ekkert slá mig útaf laginu, þetta er bara enn eitt markimiðið sem ég get sett mér,

Ég meina ég varði sjálfa mig í fyrsta skipti á ævinni (held ég), Ég sagði við "HANN" að ég gæti þetta ekki, við ættum einga samleið. Þetta var erfitt þar sem að þessi geðsjúki leikur okkar (haltu mér slepptu mér) er búin að standa heldur lengi yfir, Ég var alltaf sannfærð um að ég elskaði hann, en í alvöru geri ég það ekki, mér þykir bara vænt um hann (þar sem hann er pabbi snúllunar minnar), ég held að mig hafi bara langað til að ég elskaði hann, því það er jú víst rétt að fólk sem á börn saman eigi að vera saman, en mig langar ekki til þess og ég veit að stelpan okkar hefði ekki haft gott afþví þar sem að að yrði mikið um rifrildi og andlegt ofbeldi, ég þyrft stannslaust að vera að skamma hann fyrir að stríða dóttir okkar, hann ræður stundum bara ekki við sig. ég sagð honum að ef mig langaði í annað barn að þá myndi ég nota býflugu og blómin aðferðina en fengi mér ekki stór og hálffullorðin börn/barn.

Í fyrsta skipti á ævinni er ég komin með einhverja löngun í það að bæta líf mitt sjálf og gera ekkað úr mér, mig langar til að líta vel út hvort sem það er á sál eða líkama, mig langar til að gera ekkað gott og jákvætt fyrir aðra og sjálfa mig líka.

Guð veri með ykkur elskurnar.

kv. stelpan með VON um betra líf. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband