Góð vakt.

Jæja þá lauk minni fyrstu vakt áðan kl 18. (var á vaktinni hjá Aflinu/ sem berst gegna kynferðis og heimilis ofbeldi) Þetta var bara reglulega gaman, en uðvitað bara af því að ekkert skeði, maður skokkaði bara um bæinn, brosti til fólks og lét sjá sig og sjá aðra, gleði og kátina einkenndi bæinn fólk í mjög litríkum klæðnaði var allls staðar enda er þema 80's áratugurinn. Fallega veðrið skemmdi heldur ekki fyrir, svo ég er mjög ánægð með þetta, og líður líka vel með að hafa drifið mig í því að taka þessa vakt og þar með ögra kvíðanum sem hefur hrjáð mig leingi og svona félagsfælni, í  dag gegg ég um bæinn í skær bleikum jakka, neon grænu vesti merktu aflinu og hárið á mér er APPELSÍNU GULT, eftir smá litunar mistök, svo ég hef sennilega ekki farið framm hjá neinum og mikið horft, en kanski féll ég samt betur inn í því fólk var jú, mjög misjafnlega klætt og margir afar áberandi, En allavega allt bara yndislegt um þetta að segja.

 

er ég var rétt komin inn um dyrnar heima, hringdi barnsfaðir minn, til að rugla í hausnum á mér og til að láta mig fá það á heilan að nú þurfi ég að koma suður útaf stelpunni því HANN lætur svo illa, að ég tel það ekki holt fyrir hana að vera mikið nálægt honum, en mútta er að reyna að hugreysta mig og segja mér að hann er nú ekki einn með hana, öll fjölskyldan hans er þarna með honum, en málið er að það gerir mig bara lítið rórri, hann veit þetta og er bara að spila á mig, hann kann það víst orðið mjög vel, urrrrr ég veit ekki hvað ég á að gera, ég elska dóttir mína meira en allt og vil ekki að henni líði illa, sko hann er ekki alkahólisti og er ekki líklegur til að skaða hana líkamlega en andlega er ég nokkuð sannfærð um að hann sé fær um að gera. 

 

æji kv, Svala

ps. stigið varlega inn um gleðinnar dyr 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband