Hvernig....

Á ég að fara að því að halda áfram??????? Ég er orðin svo þreytt andlega af þessu martraða veseni á mér, það að þurfa að byrja á því að þurka rúmið á hverjum morgni með hárþurku og skipta um náttföt svona 2 stundum 3 á nóttu er orðið soldið pirrandi, svo ég tali nú ekki um vanlíðanin andlega eftir hvert skipti sem ég hrekk upp, stundum man ég draumana og stundum ekki, það breytir engu hvort ég muni á eða ekki vanlíðanin er sú sama, til að mynda þegar að ég hrökk upp í þriðja sinnið í morgun að þá vaknaði ég með svo mikið viðbjóð á sjálfri mér, ég  stökk inn á bað, breiddi yfir spegilinn svo ég þyrti ekki að horfa á sjálfa mig, hentist inn í sturtu og reinda að þvo þennan viðbjóða af mér, sem ég veit ekki afhverju stafaði, ég var bara sannfærðari en allt annað um að ég væri viðbjóðsleg, Þetta og hvering allur dagurinn verður er að gera útaf við mig, ég reyni að vera hress og gera alla skapaða hluti, ég læt fólki ekki sjá hvernig mér líður, ég reyni að hlæja og gera að ganni mínu, en bara ef fólk vissi hvað væri að ske í kollinum á mér, ég hef unun af því að finna til orðið líkamlega, mér finnst að ég labba þó ég sé að drepast í fætinum eftir aðgerðina að þá sé það merki um dugnað,og mér finnst að fólkið mitt ætlist til þess að ég bjargi bara öllu einsog venjulega, fjárhagurinn er óbærilegur og alltaf kemur ekkað nýtt til að kæta mig þar, svo segir fólk að þetta geti nú ekki versnað mikið úr þessu... í síðustu viku brotnuðu gleraugun mína og svona gleraugu kosta c.a 50.000þús kall og ég á eftir að greiða tannlækna draslið sem er 23.000kr og ætla sko að vera snögg að segja tannsa það að hann geti gleymd hinu kjaftæðinu sem hann vill gera sem kostar bara um 80 þús, ég meina er fólk að djóka með að segja svona tölu við mig?

Allt þetta og sú staðreind að geðlæknirinn minn sé í frí framm í sept, er ekki að kæta mig. En heima fyrir má ég ekki láta á því bera, ekki það að fólk seigi það við mig, heldur er mútta að fara í frekar stóra aðgerð á morgun og ég vil ekki að hún sé að hafa einhverjar áhyggjur af mér, ég vil að hún sé afslöppuð þegar að hún fer undir hnífinn, í gær steikti ég kleinur og bakaði 3 jólakökur, eldaði matinn, þvoði þvott, fór í göngu og setti múttu í fótabað og bar á hana hín ýmsu krem til að reyna að láta henni líða vel,svo sendi ég hana og kallinn hennar í sveitaferð í dag, svona óvænt fyrir hana, ég var búin að taka til nesti handa þeim og hafa til sundföt á hana, svona ef á þyrfti að halda, því ég var búin að stinga upp á því við hann að fara með hana í jarðböðin í Mývatnssveit, svona gera henni glaðan dag, þau fóru og voru bara að koma heim áðan, þá var ég búin að þrifa íbuðina hátt og lágt og skúbba gólfin svo hún geti bara slakað á, mikið vildi ég að hún vissi hve vænt mér þykir um hana, og ég held að fjölsk, mín viti það bara almennti ekki, því ég er stundum klaufi við að sýna það....

 

Kanski fer mér að líða betur á föstudaginn þegar að snúllan mín kemur heim aftur úr höfuðborginni, mikið hræðilega sakna ég hennar, en ég veit að henni líður vel og er að skemmta sér þarna með föðurfjölsk. Svo að ég reyni að hugsa að ég verði bara að vera glöð því hún er glöð og það er einmitt bara það sem að ég vil.

 

blogga seinna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

blessuð.

ég rakst af tilviljun á bloggið þitt, þú ert vel ritfær kona, en eins og svo oft er um vel ritfært fólk, á það erfiðara með að tjá sig beint við fólk.  Án þess að ég þekki þig neitt, sé bara skrifin þín, sé eg að þú ert góð dóttir og góð mamma, og svo er bara að finna út úr því að vera góður við sjálfa sig líka. Held þú hugsir alltof mikið um vandamálin, þau eiga til að aukast um allan helming við það :)   vonandi gengur þér allt í haginn, )  

p.s. ég las einu sinni speki sem hljóðaði svona: Allar ákvarðanir, sem þú tekur eru góðar. ég skildi ekkert í þessu fyrst en hef lært með árunum að það er mikið til í þessu,hef a.m.k. talið mig skilja að boðskapurinn sé sá að það sé maður sjálfur ,sem hefur afgerandi áhrif á hvernig lífið spilast, burtséð frá efnahag (þó að fjárans peningarnir komi sér nú alltaf vel :)   )          fyrirgefðu svo þetta innslag hér, mér fannst bara ekki annað hægt en svara þessari færslu þinni, sem ég datt inná í rápi um bloggheima:)

kveðja DI 

DI (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband