10.8.2008 | 16:27
Verðlaunin breytast.....
Ég hef verið að hugsa, ég hef alltaf verið alltof þung og er búin að reyna skal ég segja ykkur alla heimsins megrunarkúra sem til eru, allar töflur, duft og bara nefndu það, hef meira að segja farið í magaminkun og gerði það fyrir 3árum rúmum en alltaf hef ég þyngst aftur og aftur og yfirleitt meira heldur en mér tókst að missa með þessum ráðum mínum, eftir maga minkunn mistti ég um 64kg og er búin að bæta á mig c.a 24 til baka af því,
Seinasti kúr hjá mér sem var einhvern tíman í fyrra var soldið skondin, ég fór í göngur sko langar göngur kanski svona 100metra og var það LANGT fyrir mig, fyrst labbaði ég svona 20m settist svo niður og fékk mér orku því ég var SVO þreytt og féllst orkan í því að fá sér Stórt Mars og hálfan líter að kók og svo þegar að ég var búin að klöngrast ALLA hundrað metrana að þá mátti ég sko fá verðlaun, fékk mér þá pizzu, hamborgara eða ekkað álíka og svo botnaði ég ekkert í því að ég næði engum árangra og fór til allra lækna í allar heimsins ransóknir því mér var svo illt í maganum, æji aumingja Svala litla og svo fór ég bara að skæla þegar mér var bennt á að líklegast væri það matarræðið sem ylli verkjunum og ég sagði NEI ég er búin að vera að gera ALLT sem ég get til að megra mig ég labba (tók samt ekki framm lengdina á göngunni) og ég er farið að borða grænmeti og sollis svo ég skil bara ekkert í þessu (ég gleymdi auðvitað að segja þeim frá namminu og gosinu.)
En það geriðst soldið merkilegt í gær þegar að ég var á göngu, ég gerði mér ljóst að ég hef ekki fengið neina alvöru magaverki í soldin tíma (aðeins kanski 3 ristilkrampa) og ég var hætt að verðlauna mig með nammi ( tek samt framm að það kemur fyrir að ég fæ mér nammi) og pizzu hafði ég ekki bragðað í svona c.a 1 og hálfan mánuð og er það met fyrir mig, ég fer ekki á skyndibita staði, en gosinu hef ég haldið, nú fer ég í ræktina 3x í viku og sjúkraþjálfun, ég labba á hverjum deigi minnst 2,2km og í gær skokkaði ég meira að segja 200hundruð metra já ég sagði ÉG skokkaði, (sem var svo ólíklegt með mig að það var næstum stjarnfræðilegt), Og þau verðlaun sem ég fæ núorðið eru betri líðan og sterkari skorkkur og eru það BESTU verðlaun sem ég hef getað ýmindað mér. Í dag labbaði ég meira að segja 6km með dóttir mína í kerrunni svo það var auka álag, já þetta er ekkað annað, ég hef kanski ekki hrunið neitt rosalega í kílóum en ég hef styrkst allveg heilan hellin og jú það sést vel að ég er að breyta lífstílnum ekki í kúr....... Svo bless mitt elskulega Mars.
Svala the skokkari
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið máttu vera stolt af sjálfri þér elsku dúllan
Það liggur við að ég fari bara að taka þína siði upp, sem sagt ganga mér til heilsubóta og þá meina það og framkvæma. Hafðu það sem allra best og haltu áfram að vera góð við sjálfa þig
Unnur R. H., 21.8.2008 kl. 09:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.