25.8.2008 | 12:56
Jæja þá.........
Jæja þá ég gefst upp haus.... ég er búin að vera með á heilanum það sem var látið útúr sér á Fm 95,7 síðastliðin föstudag, þar var verið að ræða hvort væri rétt eða ekki að flengja börn til hlíðni og þar hringdi inn ein kona sem fannst þetta sko í lagi!!!! Heirrðu er ekki rétt að við konur getum kært kallana fyrir að klípa okkur í rassinn, strjúka yfir bak okkar eða ekkað álíka fyrir kynferðislegt ofbeldi? en hvað geta börnin gert ef við rífum niður um þau og sláum þau á rassin????????? ekkert og það á að vera í lagi, við getum slegið varna laus börnin en það er sko mikið mál ef við dömurnar verðum fyrir þvi að vera klipnar laust í rassin. Mín skoðun er reyndar sú að við uppeldi á börnum á ekki að notast við ofbeldi af neinu tagi, Mér liði hrillilega ef dóttir mín myndi aðeins hlíða mér fegna þess að hún væri hrædd við mig, ég gæti ekki lifað með mér ef svo væri. Virðing er það sem við ættum að sækjast í hjá börnunum okkar ekki ótti. Börn eru fólk einsog við (bra svona ef þið vissuð það ekki).
En svo að mér að þá er ég ennþá lasin og sýkingin í fætinum er enn til staðar, en það gerir ekkert til, þetta batnar, það var verið í morgun að skipta við mig um sýklalyf svo nú ætti ég að fara að skána, annars heldur lífð bara áfram með sjúkraþjálfun og öðrum skyldum sem þarf að gegna, svo var ég að byrja í morgun að bera út fyrir fréttablaðið, því mér finnst algjör snyld að geta fengið borgað fyrir að labba .
En dóttir mín er búin að vera frekar örg undanfarið og ég sé ekki beint ástæðuna fyrir þessu hjá henni, kanski er hún bara að fara að fá þessa flensu ( Ég vona samt ekki). Þetta reynir svona nett á skapið í mér, þar sem að ég er sjálf ekkert of stapil núna útaf kvefinu, sko þegar að ég verð lasin verð ég bara aftur lítið barn, ég vil vera heima, helst hjá mömmu, ég verð viðkvæm og uppstökk, (ÉG veit ég er skrífin), en auðvitað má ég ekki láta á neinu bera við hana. Hún er samt bestust..
Svo auðviða TIL HAMINGJU STRÁKAR MEÐ SILFRIÐ Í HANDBOLTANUM. maður á bara ekki til orð til að lysa því hvað maður fyllist miklu þjóðarstolti og hrifningu með árangri íslensku stákanna á Olimpýuleikonum. Gott mál að forstein sé að hugsa til þess að veita þeim fálkaorðuna þegar að þeir koma heim á miðvikudaginn... GO ICELAND, GO ICELAND....
jæja knús til allra....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi, leiðinlegt að heyra af veikindunum. Vonandi lagast þetta allt fljótlega. Söknum þín á blogginu. kv.
Bergur Thorberg, 30.8.2008 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.