4.9.2008 | 14:49
Ég sagði í alvöru.....
Ég sat í nótt og ræddi við almættið (guð), ég sagði honum að dóttir mín hefði ekkert þurft að erfa mína heppni, Í gærdag var hringt í mig korter fyrir 4 og ég beðin að koma og ná í stelpuna í leikskólan (var hvort eðer á leiðinni því hún er búin4) því hún hefði dottið um morgunin og fengið stærðar kúlu á ennið, ég þaut af stað og náði í hana, mér brá pínu við að sjá kúluna á enni hennar. Það eina sem stafsfólkið í leikskólanum sagði mér að hún hefði dottið á einhverjum pöllum inni í leikskólanum um morgunin. ég fer með hana á slysavarðstofuna og voru gerðar rannsóknir á henni og var lögð inn af þeim loknum, hún hafði fengið heilahristing við fallið, en þá sagði dóttir mín mér að hún hefði í raun dottið úti eftir hádeigi, en hvort heldur sem er að þá datt hún. Það sem hún var/er dugleg á sjúkrahúsinu og í öllum rannsóknum, ég dáist að henni. En mér leist samt ekkert á þetta því hún kastaði upp í sífellu og var nánast rænulaus restina af deiginum, ef hún opnaði augun að þá ældi hún, en svo sofnaði hún sem betur fer um 8 leitið og svaf til morguns. Meðan hún svaf var hún tengd við hitt og þetta og svo var hjúkkan að koma í sífellu og ýta í hana til að vita hvort hún sýndi ekki einhver viðbrögð. Ég hefði aldrei trúað því hvað það tekur á að vera með barnið sitt á sjúkrahúsi, ég hef nánast ekkert sofið, borðað eða gert neitt af viti. Þetta fát á hjúkrunarfræðingnum í nótt var sko EKKI til að róa mig, svo eitt skiptið er ég fer á klósettið í nótt að þá var búið að tengja ekkað annað tæki við hana og er ég opnaði hurðina á herberginu heyrðist svona langt BÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍB, svona líkt og heyrist í sjónvarpinu þegar að einhver deyr, svo ég stökk á dóttir mína og hristi hana og sem betur fer var allt í lagi með hana það var bara ekkað að þessu tækja dóti. Svo nú er ég algjörlega andlega búin á því, svo er mamma líka komin með þennan frábæra vírus sem stelpan var með, og það er líka ekkað að litlu systir og svo er ég auðvitað að brasa með fótin og var að byrja á enn einu sýklalyfinu, svo það er allt allveg frábært (not).
Svo að sjálfsögðu ef ég nánast ekkert séð af föðurfjölskyldu hennar og kom enging af henni nema pabbi hennar kom 2. á þessari viku sem hún var veik og stoppaði í 15mín hvort skipti. svo það er ekki mikil hjálp þaðan, en hey ég er super woman, eða vill vera það. Mér hefur samt tekist að bera út blöðin. og stunda þjálfunina. svona rétt til að halda sönsum. jæja búin að ausa úr mér í bili.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú stendur þig frábærlega!!!!
Dísan (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.