Ertu ekki að grínast?

Ég fer að verða fræg, eða allavega fóturinn á mér!!!! Ég hef nokkrum sinnum tjáð mig um hann, það var skorið í hann fyrir tæpum 2 mánuðum og 3 vikum eftir fór að koma sýking í skurðsárið og síðan þá hef ég verið meira og minna á pensilíni búin að fá allartegundir og svoleiðis, Svo hringdi dr. í mig rétt upp úr hádeiginu og sagði mér að sennilega væri best að ég kæmi núna og léti skoða fótin og einhver sýklafræðingur myndi skoða hann líka og já já ég kem, ég var komin á sjúkrahúsið um 10mín fyrir 2, og hóst þessi fræga bið það tók rúman hálftíma fyrir læknin að koma og svo kom annar hálftími þá kom  næsti læknir og svo 20 mín fór ég í röntgen til að ath. hvort einhver aðskota hlutur væri í sárinu og nei svo var ekki en auðvitað fékk ég að bíða í 25mín til að þeyr kæmu því útur sér, og niðurstaðan var sú að það ætti að reyna einn 10 daga kúr af pensilini í viðbót og ef það virkar ekki að þá væri kanski sniðugt að skera í þetta aftur. Sko eftir að fyrsti pensilin meðferðin mistókst að þá átti auðvitað að skera strax í þetta og ná drullunni út, en nei ég þarf að kaupa Fleyri og fleyri pensilin og borga aðeins meiri lækniskomur og dvelja aðeins lengur á þessu helv. sjúkrahúsi útaf fætinum, Vááááááá´hvað ég er pirruð það er örugglega komin hátt í 50 þús sem þetta er búið að kosta mig, og ég er ekki þessi kona sem á fullt af 50þús kr til að eyða í vitleysu því þetta er jú bara ein stór VITLEYSA.

 

 

En svona þar fyrir utan segi ég bara allt ágætt (held ég). Lífið heldur bara áfram sínum vanagang, nema jú það eru að verða komnar 2 vikur síðan ég féll í ást,(Fell in love) held þetta sé sá rétti núna en í þetta skiptið ætla ég að fara varlega, Ég hef eiginlega eingum sagt hver þetta sé svo þetta er soldið svona mistery guy Smile. Ég hef lent í því að verða ástfangin og blaðra heilmikið um draumaprinsinn og sagt öllum frá og verið ótrulega upprifin og svo er maður varla búin að snúa sér við og þá eru þeir annaðhvort farnir eða orðnir að ófreskjum. það er ástæðan fyrir leyndardómnum.

 

Stelpan er að verða lík sjálfri sér aftur þessi eingill, bara ég er farin að sjá hana heldur lítið, það er greinilega átak hjá pabba hennar því nú þykist hann vilja vera svo mikið vera með hana, það er svo sem gott og blessað, hún þarf allveg jafn mikið á pabba sínum að halda og mér, ég vona bara að hann haldi þessu þá það er ljótt að gefa börnum einhverja von og svíkja þau svo. Mér er búið að takast snilldarlega vel að koma mér frá því að lenda i einhverjum illdeilum við föðurfjölskyldu hennar og hef ég náð því bara með því hreinlega að tala bara EKKERT við hana. Mamma hans tætti mig í síg síðastliðin föstudag og þar með gafst ég endanlega upp á henni. hún er bara veik, manneskja sem þrýfst á því að rakka aðra niður til að upphefja sjálfa sig á ekkert nema vorkun skilið fyrir að vera svo sjúk. mikið er gott að kunna æðruleysisbænina. 

 

jæja ég pikka ekkað meira seinna

 

kv. einfarinn ástfangni InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Til hamingju með ástina. Ég er enn að leita að mínum ;) Vonandi fer þetta að takast með fótinn, ekki skemmtilegt að standa í svona. Hafðu góða helgi elskuleg. ;)

Aprílrós, 19.9.2008 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband