22.9.2008 | 09:34
Myrkfælni....
Þegar að ég var líttil telpa var ég rosalega myrkfælin og langt framm á unglingsár, eða í raun þar til ég fór að búa og mátti ekki vera að hafa fyrir því að hræðast myrkrið og í raun hef ég talið framm á þessu að myrkfælnin væri farin fyrir fullt og allt og ég væri orðin fullorðin (fullorðnir meiga ekki vera hræddir). En í morgun rétt fyrir klukkan 5 þegar að ég fór að bera út blöðin að þá fann ég þessa gömlu tilfinningu rosa sterkt, ég var allt í einu komin með súper heyrn og heyrði alls kynns hljóð sem hafa sennilega verið líka bara ýmindun og ég var orðin viss um að einhver væri að elta mig í myrkrinu ég bölvaði fólkinu sem var ekki með ljós við útidyrnar eftir fyrstu götuna var ég farin að hlaupa, Þetta er bilun og þegar að ég áttaði mig á því hvernig ég lét og hvað væri í gangi að þá stoppaði ég andaði rólega inn um nefið og útum munnin nokkru sinnum, svo fór ég bara að segja sjálfri mér að ef einhver væri með mér að bera út að þá væri það ekkað gott. og Kári átti öll hljóðin sem ég heyrði, auðvitað var allt í lagi þetta sannar bara hvað hausin á manni getur verið skrýtin, núna hlæ ég að þessu og finnst soldið skondið hvað maður getur misst sig útaf eingu. En kanski er þetta ekkað týpískt með mig ég er alltaf með TJAKKINN á ferðinni (ef þið skiljið hvað ég meina) ég byrja og endi allar samræður fyrst í hausnum á mér áður en þær eiga sér stað . Kanski fynnst ykkur ég skrítin og barnaleg en það verður þá bara að hafa það.
Það hefur samt skeð soldið sem ég hélt að gæti ALDREI gerst. ég hef ekki mikið blogg-að um besta vin minn eða í raun hef ég aldrei minnst á hann, en samt erum við búin að vera BESTU vinir í mörg mörg ár og höfum stutt hvort annað í gegnum súrt og sætt bara svona eins og bestu vinir gera. En ég held að vinskapnum sér lokið og ég lauk honum ekki. Ég er enn að reyna að átta mig á þessu, veit ekki allveg hvað skeði. Kanski hef ég ekki sinnt vinnskapnum nægilega mikið undanfarið en ég er samt ekki búin að láta klóna mig svo ég get ennþá bara verið á einum stað í einu og ég hef haft allveg nóg að gera undanfarið og held að hann/hún vissi það. En svona er þetta fólk getur verið manni hverfult. það er ekki neitt í heiminum sem er allveg 100%.
Hvað er að ske, afhverju er ekki hægt að hafa neina jákvæða frétt, maður heyrir bara vondar fréttir, einhver að skaða einhvern hvort heldur sé líkamlega eða andlega, HÆTTIÐ þessu, afhverju getur fólk ekki hugsað aðeins áður en að það framkvæmir, Svo er þetta orðin svo mikil geðveik að það er eingin leið að skilja hvað fær fólk til að gera það sem það gerir. T.D hvernig getur einhver meitt barn? gamalt fólk og fatlaða og já dýr, þetta er komið langt fyrir utan að vera bara minnimáttar kennd. Svei þessu öllu saman.
Við eigum að vera góð hvert við annað og reyna að sjá hlutina líka með augum annara.
Ég mun bara halda áfram að biðja fyrir heiminum, ég veit ekki hvort það skilar árangri en það gerir hlutina allavega ekki verri. Guð veri með ykkur.
kv. ég
ps. já prinsessan mín er aftur orðin eins og hún á að sér að vera
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 904
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svala mín, mér finnst þú bara alveg frábærlega dugleg. Þetta með öndunina virkar sko, það er á heinu
Haltu áfram á þessu róli þá ertu sko alveg seif mín kæra. Hafðu góðan dag í dag og farðu vel með þig
Unnur R. H., 22.9.2008 kl. 10:09
Sammála fyrra commenti ;)
Aprílrós, 22.9.2008 kl. 16:51
Úfff ég kannast vel við myrkfælni- ég var svona sem barn og eftir vissa lífsreynslu þá er ég orðin myrkfælin aftur.....og þá sérstaklega í roki??
Ég er sammála Unni um að þú ert rosalega dugleg og hefur þér gengið vel að taka þig á í því sem þú vildir taka þig á í. Þú ert hetja og ekki gleyma því....
P.s Til hamingju með ástina!!!
Dísaskvísa, 23.9.2008 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.