Þú komst við hjartað i mér..........

Já lagið eftir Pál óskar (lagið þú komst við hjartað í mér) á svo sannarlega við hjá mér núna. Hann er búin að koma við hjartað í mér og stela því líka, nei það var ekki þjófnaður ég gaf það fúslega.

Þetta er búið að vera yndisleg helgi hjá mér, og ótrúlegt en satt að þá náði ég að sofa í 9 klukkutíma á laugardagsnóttina, það hefur ekki gerst hjá mér síðan ég veit ekki hvenar, enda var ég orðin vel þreytt á laugardaginn, allan laugardainn vorum við í þvi að flytja dót í sveitina og laga þar til, setja dúk á gólfið og svoleiðis. Það að vera í sveitinni gerir held ég flestum gott, losna frá öllum raftækjum og áreiti, vera frjáls og vera með einhverjum sem manni þykir vænt um. Nú fer að verða komið að skrefi 2 hjá okkur, allt svo að hann hitti dúlluna mina og hún hann, ég efast ekki um að þeim muni semja ágætlega, hann er svo rólegur og góður og þannig fólk líkar henni líka best, allt svo hún þolir ekki hávaða.

Það mun samt verða smá erfiðleikum háð hjá okkur að opinbera samband okkar, fólk gæti tekið því illa og fundist það skömm, en mér er sama, það er töluverður aldursmunur á okkur, en ég hef ekki heyrt að ástin banki og spurji hvort hún sé velkomin eða ekki. Ég veit að ég er með breytt bak og get tekið því (ekkert of háð áliti annara), en ég veit ekki allveg hvort hann sé tilbúin strax í það. það er ekkert of langt síðan hann var særður af annari konu. En þetta kemur allt í ljós.

 

guð gefi ykkur öllum góðan dag, verum góð hvert við annað.

 

kv. ég Svala.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísaskvísa

Ekki hugsa um það sem öðrum finnst.  Ég var með manni í 10 ár sem var 20 árum eldri en ég.  Hann var vissulega yndislegur maður - ég fékk oft að heyra það - en mér var sama.  Þessi maður leiðbeindi mér og gaf mér minn besta tíma.  Hann er góður vinur minn í dag.  Ef maðurinn er góður við ykkur og þér líður vel og ykkur líður vel saman þá skiptir restin ekki máli.  Njóttu!!

Kv. Dísan

Dísaskvísa, 29.9.2008 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 904

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband