29.9.2008 | 17:07
Heyrði einn góðan áðan.....
Áðan vorum við hérna heima að spjalla og svo kom barnsfaðir minn í heimsókn og hann sagði soldið sem mér fannst drep fyndið. Við vorum að ræða það að nú væri ríkið búið að kaupa 75% í Glittni og þá sagði hann að þá hlyti Glittnir að vera orðin 75% öryrki og mér fannst þetta bara snilld hvernig hans sjón var á þessu máli. En ég sjálf reyni að missa mig ekki í þessari kreppu umræðu sem hljómar allstaðar og allan dagin. Það batnar ekkert með að grenja undan þessu, kallarnir sem viraðst stjóna þessu dáldið voru einmitt kosnir af okkur svo í raun getum við sjálfum okkur um kennt. Auðvitað finn ég samt fyrir þessu allt hefur hækkað nema launin svo endarnir eru ekki allveg að ná saman hjá fólki (amks ekki öryrkjum og elliliífirisþegum). Vonandi fer að koma einhver lausn við þessu en þanngað til verðum við bara að þrauka og velta okkur sem minnst upp úr þessu og reyna frekar að horfa í það hverju við getum breytt hjá okkur sjálfum til að hlutirnir gangi betur. ég ætla að fara að horfa soldið í það hvert mínir peningar fara og í hvað, held að maður eyði töluvert meiri pening í óþarfa en manni grunar. Það sem fór að opna augu mín betur fyrir þessu að nú er ég á fjármálanámskeiði sem ég tel að sé snilld og ætti bara að fara inn í nám í 10 bekk eða amk. strax í framhaldsnámi. ég var að fá sent forrit til að halda heimilisbókhald og ætla ég að prófa þær aðferðir sem verið er að kenna mér, ég mun láta hvernig gengur í því svo þegar að líður á mánuðinn.... en já Glittnir er 75% öryrki hehe
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aldursmunur er ókei í hvora áttina sem er :)
Hanna (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 17:23
innlitskvitt og já er ekki hægt að segja það að Glytnir sé orðinn 75% öryrki . Alveg sammála . ;) hafðu gott kvöld ;)
Aprílrós, 29.9.2008 kl. 18:56
innlitskvitt
Sigrún Óskars, 5.10.2008 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.