Furðulegt....

Seinustu 2 dagar hafa verið hálf skrítnir fyrir mig ég veit í raun ekki hvað er að gerast með mig, enda skiptir það kanski ekki máli. Það er komin einhver undarleg ró í hjarta mér og hug, Þessi stannslausa hugsun mín um það hvað fólki finnst þegar að það sér mig hún er farin. ég tek ekki lengur andköf í hvert skipti sem ég þarf að fara í búð eða bara innan um annað fólk, hjartað stekkur ekkert niðurí buxur. skrítið, ég held að hér sé Guð að vinna, ég þakka honum innilega fyrir. áðan fór ég í bað (það er samt ekkert nýtt) ég var með kveikt á kerti og einum lampa þar inni ég læsti en var samt ein heima, en svo þegar að ég er komin í baðið og að byrja að slaka á að þá slökknaði allt í einu á lampanum og venjulega hefði ég gargað og sokkið upp úr baðinu í taukaveiklunar kasti en nei ég hvíslaði TAKK upp í loftir þetta var miklu betra. jæja nú er ég að fara að skríða upp í rúm og það ríkir einhver undarlegur friður yfir mér. Ég hef sterka trú á að ég muni sofa vel í nótt. Guð geymi ykkur.  (ég er samt ekki að tengja þetta við ástina).

 

Það tekur á mig hvað er að gerast hérna heima á Fróni. Þessi kreppa er að æra allt. Fólk er að tapa sér og virðist allveg vera að bugast. í Landsbankanum í dag voru lögreglur að tryggja að fólk hagaði sér skikkanlega, Reynum að halda stilli okkar og vera öðrum til stuðnings, í raun getum við ekkert gert lengur í því hvernig þetta skeði en við getum haft áhrif á það sem eftir á að koma og mér þykir ekki gáfulegt að fólk sem er sturlað af hræðslu sé það fólk sem taki þær ákvarðanir, biðjum því um fríð í  hjarta von í brjóst okkar. Hörfum á börnin okkar sem ekkert taka eftir þessu sérstaklega sjáum hvað þau eru frjáls og glöð við skulum taka þau okkur til fyrir myndar,(ég er ekki að segja að við eigum ekki að gera ekki neitt og leika okkur bara, heldur sjá hvað manni líður mikið betur ef maður er frjáls).                

 Auðvitað eru margir að missa allt sitt og í raun virðist þetta ástand vera óyfirstíganlegt, en reynum samt.

 

 

kv. Svala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísaskvísa

Ég held að þú sért að segja okkur að þú sért komin á góðan stað í lífinu- takk fyrir að deila því með okkur.

Ég er sammála þér með kreppuástandið- við verðum að sýna samhug og meta það sem er mikilvægast þ.e. fjölskyldur okkar.

Haltu áfram að hafa það gott og njóttu þess að vera til

Dísaskvísa, 11.10.2008 kl. 13:43

2 Smámynd: Aprílrós

;)

Aprílrós, 13.10.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 904

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband