bara að blogg-a til að blogg-a.......

Jæja ég tók ákvörðun aftur í morgun líkt og í gærmorgun með að dagurinn yrði góður, það virkaði í gær og þá sannfærðist ég um að flest verður eins og manni langar til ef maður bara tekur ákvörðun um að svo verði. Ég fékk einhverja magakveisu í gær og hún er enn að bögga mig smá en ég ætla ekki að láta það stjórna því hvort dagurinn verði langur og leiðinlegur eða ekki. Ég finn aðeins fyrir því samt að sumarið sé á enda, hugur minn verður þungari og ég þreyttari og þreyttari ég sem svaf sama og ekkert í sumar, get sofið endalaust núna og er alltaf þreytt, ég held að þetta tengist árstíðunum beint. Þó ég viti að veturnir eru mér erfiðari og ég viti svona nokkurn veigin hvernig hann verður ef ég geri ekki neitt til að sporna við því, að þá hefur það verið mér soldið erfitt að sporna við því, og leiðinlegi púkinn sem býr á vinstri öxl minni tuðar í mér allan daginn, Í fyrradag tókst honum að halda mér í niðurrifsstarfsemi (á sjálfri mér) allan daginn, en hehe ég fattaði um kvöldið að það var í raun ekkert að og mér liði í alvörunni ekki svona ég vissi að ég ræð því hvort ég hugsi svona eða ekki. og ég vil það EKKI. bla bla bla bla bla bla bla bla................  ( vá hvað ég röfla mikið)

 

Engillinn minn er bara hress og kát og er bara jafn yndisleg og alltaf. Stundum bregður mér samt hvað hún getur verið fullorðinsleg í tali og háttum? þau eru svo fljót að stækka þessir englar, mér finnst hún enþá oft pínulítil henni til mikillar gremju stundum, þegar að ég tek það að mér að klæða hana í og úr,(hún getur það auðvitað sjálf) og stundum hefur mér dottið í hug að mata hana, (ég veit að ég er rugluð). Svo verð ég að venja mig afþví að tala við hana eins og smábarn, það er allveg hægt að tala eðlilega við hana.

Afþví ég var að blogg-a þetta í gær og hafði miklar áhyggjur afþví að henni liði mjög illa með þetta fyrirkomulag að þá fór ég að hugsa, hún hegðar sér nú ekki beint þannig. eins og ég sagði þá kem ég henni alltaf á fætur og afstað inni í daginn og það fyrsta sem ég fæ að heyra á hverjum morgni er: mamma sæta besta ég elska þig. og þetta hljómar nú ekki líkt og að hún sé nú beint ósátt við mig. Ég ætla að taka það framm strax að : að allar ákvarðanir mínar sem ég tek fyrir og um dóttir mína geri ég alltaf með hennar bestu hagsmuni í huga, ég reyni að setja mig í hennar spor. það er EKKERT  og EINGINN  sem ég elska meria en HANA. ég veit ég er væmin en þetta er bara SATT. þið meigið efast ef þið viljið en það er ekki beint mitt vandamál. (já já kanski dettur ykkur líka í hug að ég seigi þetta bara til að líta vel útá við, en þið ágæta fólk sem þekkið mig ættu að vita betur). 

jæja það er kanski best að ég hætti hér................

 

kv. ég


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

;)

Aprílrós, 15.10.2008 kl. 20:05

2 Smámynd: Dísaskvísa

Það fer ekkert á milli mála að dóttir þín er þér það mikilvægasta í lífi þínu.

Dísaskvísa, 16.10.2008 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 904

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband