25.10.2008 | 19:44
Hálf óviss........
Þar sem að ég skrifa yfirleitt mjög persónulega að þá ætla ég líka bara að halda því áframm annars væri það ekki ég.
Vitið ég er hálf ringluð þessa dagana eða kanski mest í dag, Ég veit ekkert með "HANN", hann tönglast stannsaust á því (jæja allavega mjög oft) á því að hann hefði átt að vera lengur einn, en samt vill hann ekki að ég fari, svo í dag þá vill hann að ég fari að gista sjaldnar hjá sér, en ég má samt ekki fara allveg, svo er hann alltaf að blaðra um gelluna sem hann var seinast með og hvað hún hefði gert honum og hvað það fór illa með hann, Sko ég hef verið særð svo oft af hinu kyninu að ég veit allveg að auðvitað er það sárt fyrir hann, en samt maður kemst yfir það, og hvernig á eithvað samband að geta gengið ef hann ætlar að siitja og bara bíða efitr því að ég stingi hann í bakið? ég er ekki svoleiðis en hann virðist ekki ná því og svo segir hann aldrei að hann sé eithvað skotin í mér, talar bara um að það sé þægilegt að hafa einhvern sem eldar matinn og tekur til. Vá ég veit ekki, hann er samt alls ekki vondur við mig og ég er mjög skotin í honum ég bara veit ekki allveg hvað ég á að gera.
endilega gefið mér einhver góð ráð.
kv. einfarinn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 904
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pjúk mín kæra !!! Veit ekki hvað skal segja, erfitt að gefa ráð. Ég veit nkl í hvernig stöðu þú ert í þvi ég hef verið í þessarri stöðu sjálf, ert hrifin af honum en hann ekki í þér , vill hafa þig til að elda, taka til og sofa hjá.
Ég myndi fara og leyfa honum að átta sig á hvað hann vill og ath hvort hann sé hrifinn af þér, en það er ekki hægt að gefa ráð ,
maður verður að finna sjálfur elskan mín.
Farðu varlega,
Gangi þér vel krúttið mitt,
vertu þú sjálf,
hugsaðu um sjálfa þig .
Eigðu gott kvöld ljúfa mín. ;)
Aprílrós, 25.10.2008 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.