Svala the agressive

Hæ, Ég var látin þreyta eithvert  próf í skólanum sem ég er í, sko til að sjá hvar ég stæði andlega eða eitthvað. Allt svo ég var látin svara einhverjum 200sp og svo mamma (eða bara einhver sem þekkir mig) og svo á miðvikudaginn fór ég í viðtal við eina ef þeim sem er yfri skólanum til að fá niðurstöðurnar í prófinu. ég hélt ég myndi deyja úr hlátri. Þar átti að koma skilgreiningin á mér, flest af þessu var náttúrulega bara bull, En þar var sagt að ég væri með árásagjarna hegðu (agressive behavior) ég sprakk úr hlátri Ég árásargjörn, vitið það er ekki satt. svo átti ég líka að vera egó-isti þá dó ég úr hlátri, svo kom víst í ljós að ég glýmdi við þunglyndi og kvíða (dö það eru 12 ár síðan að það var greynt) jæja og svo til að fullkomna þetta að þá vilja þau að ég fari til geðlæknisins og láti greyna það hvort ég sé haldin athyglisbrest því það sé það sem þau telja eftir þetta fína fína próf.

 Það kom fyrir í prófinu að ég spurði konuna hvort hún væri örugglega með mitt próf en hún sagði svo vera. Mér finnst þetta bara fyndið.

 

Jæja þá að því sem öllu skiptir, dóttir mín er lasin greyið með hálsbólgu og allveg rosalega ljótan hósta en samt er hún svo dugleg og ekki mikið að kvarta þó ég vissi að ef ég væri svona í hálsinum að þá myndi ég vera hundleðinleg og pirruð. Hún er svo yndisleg þessi telpa. og spekin sem getur komið upp úr henni getur komið brosi framm á öll andlit. Fólk heldur örugglega að hún sé samt á samningi hjá mér með að dásama mig. En byrja allir morgnar Mamma, fína sæta ég elska þig. Það er ekki amalegt að ganga inn í daginn svona. En ég lenti samt í smá uppákomu um daginn þegar að ég sótti hana ´i leikskólan því þegar að hún sá mig leit hún á leikskólan kennarann ( sem er kk) og sagði: Er hún ekki rosalega sæt, ég auðvitað blóðroðnaði og vissi ekkert hvað ég átti að segja, leiksóla kennarinn heldur nú örugglega að ég sé að láta hana hjálpa mér með að ná í hitt kynið.

Svo er ég nú búin að vera að brasa við það að fá hana til að sofa hjá mér heima hjá mömmu bara í rúminu okkar, en hún sagði: veistu ekki að þegar að maður er orðin stór þá sefur maður ekki hjá mömmu sinni.   svo ég sagði. já en hjá ömmu, hún: hún er gömul og ég þarf að passa hana.

Svo í gær þegar að við vorum eitthvað að dunda að þá klifraði hún upp í fangið á mér og strauk mér um vangan og sagði : þú mátt allveg sofa í þínu rúmi en ég ætla að sofa hjá ömmu.

ja gott að hafa hlutina á hreinu er það ekki? börn eru yndisleg, þó mér finnist auðvitað sárt að fá þessa höfnun frá henni að þá er ég líka samt stolt af henni að hafa sýnar eigin skoðanir og breyta eftir þeim. það er gott að vera sjálfstæður og ákveðin, þá veður eingin yfrir mann, en það skiptir samt máli hvernig það er gert. engan dónaskap eða frekju þó maður sé ákveðin og vilji halda í sínar skoðanir og vilja.............

 

Æji guð veri með ykkur öllum. kv. Svala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Eigðu ljúft kvöld mín kæra ;) Þú átt yndislega dóttir ;)

Aprílrós, 2.11.2008 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 904

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband