Anda inn og anda út

Já ég ætti að prófa þetta aðeins oftar stundum. Ég er svo ógeðslega heppin manneskja og það er satt og svo á ég það til að vorkenna sjálfri mér rosalega mikið afþví ég á ekki hitt og þetta. skoðum það sem ég á.

nr1. Yndislega og fullkomna dóttur. sem ég mætti muna oftar eftir þegar að neikvæðar hugsanir koma, því þá veit ég að þær myndu hverfa

nr2. ég á fjölskyldu sem saman stendur af mjög ólíkum karakterum, en samt fólki sem stendur ALLTAF saman þegar á þarf að halda.

nr3. akkúrat núna og undanfarið hef ég verið ástfangin og það hefur nú líka gildi.

nr4. ég hef þak yfir höfuðið.

nr5. ég hef nægan mat eins og sést á vaxtarlagi mínu, svona pínu þétt Wink

nr6. ég hef líkma sem er í ágætis lagi allavega er ég ekki með neina sjáanlega fötlun. (þó það sé eingin skömm af því)

nr7. Ég hef bara fullt FULLT af góðu fólki í kringum mig, lækna þjálfara og kennara.

nr8. ég á bíl (eða er meðeigandi, Avant á víst töluvert stærri hlut í honum en ég) sko og það er munaður. ekki nauðsyn og ég næ endum saman fjárhagslega þó ég eigi ekki mikið eftir,

nr9. Ég er svona bærilega vel gefin manneskja.

nr10. Bíddu er þetta ekki komið nóg.

 

Ég hef í raun enga ástæðu til að kvarta svo ég ætti að HÆTTA því.

 

 

Ég og fleyri lendum oft í því að einblína á það sem við eigum ekki og langar í heldur en það sem við eigum. og við erum alltaf að fatta það en gleymum því samt jafnharðan og við sjáum ekkað sem við höldum að við þurfum að eiga en þurfum samt í rauninni ekkert að eiga. 

 

já og ég gleymdi einu ég á líka mjög gott samband við minn æðrimátt. svo það er yndislegt. 

 

jæja langaði bara að segja þetta, meira samt til að minna sjálfa mig á en einhvern annan.

 

guð geymi ykkur.  kv einfarinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísaskvísa

Stundum gleymum við því sem er mikilvægast þ.e. fjölskyldan og heilsan.

Ég ætla taka þig til fyrirmyndar og minna mig á þetta oftar

Farðu vel með þig

Dísaskvísa, 4.11.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: Aprílrós

Ég ætla líka að taka þig til fyrirmyndar algjörlega og minn æðri mátt líka.

Þú ert æðisleg ;)

Aprílrós, 4.11.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 904

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband