8.11.2008 | 12:05
Eingin fyrirsögn.
Já mig langaði bara að pikka aðeins, ég gerði svolítið áðan sem var mér frekar mikið erfitt.
Já ég braut odd af oflæti mínu, ég sagði um daginn frá því að vinkona HANS hafi komið í heimsókn og tók upp tjakkin og var kanski frekar dónaleg við konuna þar sem ég hélt að þetta væri keppinautur minn. en allavega að þá tók ég upp síman, singdi mig, hélt niður í mér andanum og hringdi í konuna og bað hana afsökunar á því að ég hafi verið hálf dónleg við hana, Ég get varla sagt ykkur hvað þetta var erfitt en samt svo gott núna þegar að það er búið. Mér líður mikið betur núna, því auðvitað líkar mér ekki illa við hana ég þekki hana ekki og ég er ekkert á móti því að þau séu vinir, þau eru búin að vera það í nokkur ár svo ef þau hefðu ætlað sér að vera saman að þá hefði það gerst fyrir löngu, ég veit að þau þurfa á hvort öðru að halda sem vinir, hún er að ganga í gegnum mjög erfiðan tíma, einn sonur hennar er mikið veikur og auðvitað þarf hún að geta talað við einhvern, HANN er líka kjörin í það, hann er svo rólegur og kann að HLUSTA.
Jæja auðvitað vil ég seigja ykkur frá mér ög dömunni minni. þar er allt gott að frétta, hún fór aftur í leikskólan á fimmtudag eftir að hafa verið veik heima alla vikuna. Ég hef verið spurð er ekki erfitt að vera heima með veikt barn og ég seigi það og meina NEI það er ekki erfitt að vera með dóttir mína hún er ótrúlega þroskuð og þægileg (Auðvitað koma líka erfiðir dagar,) hún er bara búin að vera eins og ljós þessi elska. í gær fékk þessi dama mig til að fella tár, ástar og hamingju tár. hún sat ein við eldhúsborðið og var að leika sér svo allt í einu stoppaði hún og sagði: Mamma ég elska þig svo mikið að ég gæti kysst allt andlitið þitt. Hún er sérfræðingur í því að láta mig fá tár í augun af ást og hamingju. Ég held að eingin ást sé eins hrein og sterk eins og ástin á milli móður og barns. við erum líka líkar með eitt við mægður við erum báðar með mikla snertiþörf, og mikla ást að gefa. Stundum fær hún samt nóg, þegar að ég tek hana og kyssi hana og knúsa. Hjartað gæti sprungið af ást. já ég veit að ég er ógeðslega væmin en svona er þetta bara.
Hún er núna hjá pabba sínum þessa helgi og eru þau að fara í veislu í dag og svo ætlar hann að fara með hana og eina vinkona hennar i bío. Það verður örugglega rosalega gaman hja þeim.
kv. einfarinn. og þið blogg-vinir mínir ég sendi ykkur stórt Knús og við skulum vera góð við hvort annað í dag.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 904
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
knús á þig til baka :)
Hanna (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 14:59
Takk elskan. Þú ert svo einlæg, elskuleg, blíð,, ég þarf að gera þetta líka að taka upp símann og hringja í eina konu og biðja hana fyrirgefningar.
Eigðu gott kvöld og góðan mprgundag.
Aprílrós, 8.11.2008 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.