blog,blog,blog

Stundum langar mig að blogga en hef samt eiginlega ekkert sérstakt að seigja, Lífið heldur bara áfram eins og það hefur gert með tilheyrandi breytingum, það er alltaf allt að breytast. Ég nenni ekki að svekkja mig á kreppunni og sytja föst í eymdinni og volæðinu, langar frekar að líkjast Pollýönu (hef ekki hugmynd hvernig þetta nafn er rétt skrifað þið meigi allveg deila því með mér ef þið vitið það), Mestum hluta ævi minnar hef ég einmitt eitt í þetta og sjálfsvorkun svo ég held ég sé bara búin með þann kvóta tók hann allan út í einu þegar að ég greip í hann og sleppti honum sko EKKI strax. svo komst ég að því að ég hafði val um að líða betur því allt snýst þetta bara um hugsun við ákveðum ósjálfrátt og sjálfrátt hvernig okkur líður og mun líða, við ákveðum að lífið sé vonlaust og viti þið hvað gerist lífið verður vonlaust, allveg þar til við ákveðum annað. Auðvitað dett ég ennþá oft í þessa gryfju sjálfsvorkunar og eymdar, en sem betur fer er mér farið að takast að festast samt ekki aftur í henni.

 

Núið er þar sem er ágætt að dvelja ekki í fortíð eða framtíð. Akkúrat núna er ég sit hér og pikka að þá heyri ég i dóttir minni skellihlæjandi yfir einhverju skemmtilegu í sjónvarpinu og ég get ekki annað en brosað með henni.  Einlægni og lifsgleði barna er yndisleg, svo koma þau líka reglulega með einhver gullkorn sem fá mann til að skellihlæjaLoL. Dóttir mín á það til að tala eins og áttræð kona í fyrradag var ég að seigja mömmu að ég ætti að fara til læknis í gær og þá heyrðist í dóttir mínn: Ég held nú síður unga kona (hún er 4ra ára). Svo í gær sagði hún: við ættum að eiga smá samtal. Ég veit ekki allveg hvar hún lærir að tala svona en þetta er yndislegt. Það væri ágætt ef við sem fullorðin erum ættum jafn auðvelt með að læra eins og þegar að við vorum börn. Dóttir mín hefur t.d. ótrúlegt minni, niðri í kjallara hjá okkur eru tveir, 30ltr kassar fullir af dóti en svo getur hún sagt við mig að hana bráðvanti eitthvað pínulítið dót sem er í einhverjum kassanum og til tekur hvaða kassa meira að seigja. hvernig það lítur út. og ég hristi bara hausin hvernig er hægt að muna þetta?????????''  kanski þarf ég bara að kaupa mér nýjan heila, það hlítur að vera að einhver sé að losa sig við sinn í tilliti til kreppunar.

 

jæja þetta var gaman að blaðra um ekki neitt. og eithvað sem er algjörlega fullkomin tíma sóun að lesa. Hafið það gott og ekki gefast upp það birtir upp um síðir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thee

það er víst Pollyanna.

Thee, 12.11.2008 kl. 08:30

2 Smámynd: Aprílrós

Börnin okkar fylgjast sko með hvar mar lætur hlutina og muna það endalaust,. og það er svo skemmtilegt þegar stelpurnar taka uppá þessu að tala eins og ömmurnar og strákarnir eins og afarnir ;) og tala gamalt ekta sveita mál, það finst mér lang lang skemmtilegast.

Við erum ekki fullkomin ( sem betur fer ) og erum mannleg og það er bara eðllegt að við stöndum og föllum í lífinu. Stundum er leiðinlgt og oftar er skemmtilegt, þannig er það bara.

Skemmtileg hún Pollyanna ;)

Eigðu ljúft kvöld ljúfust mín ;)

Aprílrós, 12.11.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 904

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband