Gærdagurinn...

Gærdagurinn var ákaflega skemmtilegur og skondin. Í gærmorgun var ekkert öðruvísi en venjulega, fór með dömuna í leikskólan, svo í ræktina og þaðan í skólan bara svona venjulegt. En svo var leikskólanum lokað kl 12. svo þá náði ég í dömuna. þegar að ég var á leiðinni ákvað ég að prófa að hringja í pabba, gá hvernig hann væri upp á hvort við gætum komið í heimsókn. jæja ok ég hringi og þá  svarar bróðir minn og ég:hvað ert þú hérna?? Hann:nei pabbi sendi mér bara síman í pósti svo ég gæti svara að þér. ég:hva er þá xxxxx með þér? sem er sonur hans og já hann var þar líka. sem var frábært því hann bróðursonur minn og prinsessan eru svo miklir vinir enda munar bara 2 árum á þeim og það er hann sem er eldri enda sést það hann er alltaf að passa frænku sína og þau leiðast um allt. Jæja allavega ég næ í dömuna, seigi henni hver sé á Akureyri og Vá fagnaðarlætin voru engu lík, við auðvitað drifum okkur til þeirra og knúsuðum unga mannin og hina. en allavega ákveð ég svo að taka hann með okkur heim til mömmu og leyfa honum að gista hjá okkur. Það var voða gaman hjá okkur öllum, ég fór í það með þeim að leyfa þeim að baka möffins. það var fínt. svo léku þau sé bara og ég vissi nánast ekki af þeim. Svo kom það mér sko aldeilis á óvart hvað gekk vel að koma þeim í háttin. Ég var auðvitað soldið kæn og sagði þeim að þau ættu að fara í keppni hvor væri undan að sofna og ég skildi síðan seigja þeim það í dag, Daman datt nánast strax útaf og hann svo líka ég lá bara á milli þeirra með lokuð augun og beið. Þau eru svo yndisleg. Svo í nótt fékk ég að sofa hjá sætasta strák í heimi og Fallegustu stelpu í heimi. já ég er sko svo sannarlega HEPPIN manneskja. Gaman að fá svona óvænta heimsókn, sérstaklega þar sem daman mín er búin að vera að bíða eftir því að geta hitt hann í marga mánuði, sem er nánast óendanlegur tími í augum barns.

 

Ég er alsæl eftir gærdægin. Auðvitað dettur þeim samt einhver vitleysa í hug en það er samt ekkert mál að tjónka við þau. jæja ég Elska ykkur kæru börn.

 

Eigið góðan dag öll sömul og knús til ykkar.

ps. Gangið hægt inn um gleiðinnardyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Vá heppnasta kona í heimi ;) Eigði góðan og skemmtilegan dag ;) Knús mín kæra til þín

Aprílrós, 15.11.2008 kl. 05:44

2 Smámynd: Dísaskvísa

Frábært að lesa þessa færslu frá þér- njóttu þín í návist þeirra sem standa þér næst.

Kv.Dísan

Dísaskvísa, 16.11.2008 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 904

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband