Finndu þér leið til að sleppa......

Lífið er snúið og oft, reyndar alltof oft þurfum við að ganga í gegnum eithvað sem er okkur erfitt sumt allt af því óyfirstíganlegt, Svo að ef við ætlum ekki að sitja kjur í sársaukanum og eymdinni þurfum við að gera eithvað í því. engin getur gert það fyrir okkur. Mín leið hefur verið i gegnum skrif þar sem mér finnst auðvelt að skrifa og það gefur mér líka möguleika til að brenna það. það virkar oft rosalega vel að kveikja bara í því óþægilega og halda áfram (farið samt varlega með eldinnn elskurnar). Þetta snýst auðvitað allt bara um það eitt að SLEPPA tökonum á því sem við ráðum ekki við og tjóðrar okkur niður. En þetta kostar auðvitað kraft og er EKKI auðvelt eða þægilegt fyrir neinn. Og það að biðja um kraft til að fyrirgefa einhverjum eithvað sem virðist ófyrirgefanlegt, það var mér ekki auðvelt að biðja um kraft til að fyrirgefa þeim sem tók mig gengn mínum vilja, en afþví ég ætlaði mér það nógu mikið að þá hefur mér tekist að losna við hatrið og hef fyrirgefið gerandanum eins mikið og ég get.

Ég gekk í gegnum afar óþægilega lífsreynslu nú í haust, ég þurfti að fara í gegnum fóstureyðingu og hefur það verið að fara allveg með mig, fannst ég svo ógeðslega vond þó það væri samt ekki neinn önnur leið fær, fóstrið var skaddað en það breytti samt ekki þessari tilfinningu minni um að ég hafi gert eitthvað ófyrirgefanlegt.  Þetta hefur verið að naga mig og valda mér MIKLUM vanlíðan,ég hef auðvitað reynt að skrifa það frá mér, og brenna meira að segja grafa en það dugði ekki til, svo í gær settist ég niður og hripaði niður ljóð sem ég held að segi allt sem segja þarf, ég mun láta það fylgja hér með. ekki til að fá vorkun (hún er óþægileg) heldur bara til að losna við þessa tilfinningu um að ég hafi gert eithvað svo hræðilegt að ef einhver vissi það að þá myndi ég vera dæmd morðingi. ég get látið það fylgja hér en bara afþví að í morgun gerðist ég huguð, ég var í skólanum og bað um að fá að ljúka deiginum með ljóði, ég stóð upp í lok tímans, sagði fólkinu hvað ég hafði gengið í gengum og sagði þeim að ég þyrfti að gera þetta til að geta sleppt tökunum á þessu. jæja hérna kemur ljóðið mitt.

 

 

                                                kveðja

 

Nú ertu mér farin frá

og himna komin á.

Hjarta mitt brostið er,

en svo fer, sem fer.

 

Tárin mér falla á kinn

ó elsku engillinn.

Ég fel nú guði þig,

að gæta fyrir mig.

 

Ég býð þér góða nótt

og að þú sofir rótt.

já vertu bless ástin mín

kveðja, mamma þín

 

                                           Höf. Sigríður Svala Hjaltadóttir.

 

 

jæja, takk fyrir mig. ég vona að ég geti sofnað nú með aðeins skárri samvisku.

 

Munið að elska eins mikið og þið getið og verið bara eins góð hvort við annað og hægt er, ég fæ kjánahroll ef ég sé einhvern hlæja af einlægni það er ekki til neitt fallegra, allveg sama hvernig manneskjan er ef hún brosir þá er hún bara falleg. Ef að hún grætur þá er hún hugrökk og er ekki sama, ef hún er reið þá hefur hún verið særð, ef hún er leið, já farðu þá og faðmaðu hana (er bara að tala um manneskjuna, þessvega seigi ég hana). Gleymum okkur ekki í sorginni. 

oft lendir fólki saman, jafnvel vinum og allt í einu eru þið ekki vinir lengur útaf einhverju einu, en stoppaðu þá og hugsaðu til baka, hvort voru/eru þar meiri plúsar eða mínusar, lang ofast eru plúsarnir miklu fleyri. 

knús til Ykkar ALLRA, og guð geymi ykkur.

kv. einfarinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísaskvísa

Takk fyrir að deila þessu með okkur- stundum sýnum við ástina í hlutum sem eru okkur erfiðastir.  Og ljóðið......Það er svo fallegt.  Takk fyrir að vera sú sem þú ert! Knúsur og klemm

Dísaskvísa, 20.11.2008 kl. 23:49

2 Smámynd: Aprílrós

Takk fyrir fallegt ljóð og að deila því með okkur , knús, kreist og faðmur umlykur þig frá mér ;)

Aprílrós, 21.11.2008 kl. 00:07

3 identicon

knús til þín

Hanna (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 16:29

4 Smámynd: Jóhann Hauksson

Þetta var leiðinlegt að frétta en þegar fóstrið er skaddað er einkum greiði gerður með því að láta einstaklinginn koma í heiminn síst honum. Hann hvílir nú í faðmi Guðs og þaðan mun hann vera lagður í faðm þinn í upprisuni. Guð blessi þig Svala mín. Láttu mig vita ef þú gengur í gegn um raunir og sorgir. Kveðja Jói afi

Jóhann Hauksson, 24.11.2008 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 904

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband