24.11.2008 | 04:02
Góðan daginn......
Já ég er vöknuð, er farin að eiga í basli aftur með svefninn er alltaf komin á fætur á milli 04-04:30. og finnst það svona heldur snemmt sé tekið tiliti til þess að ég fer að svona um kl 22:00-23.00. En jæja það þýðir ekki að ergja sig á þessu. En sko ég vaknaði núna við það að stelpan ákvað að reyna að fara inn í mig aftur, allavega lagðist hún svo þétt að mér, sem er auðvitað bara frábært!!! (ég meina það) en það besta við það var að hún á það til að tala upp úr svefni og sagði hún um leið og færði sig nær mér: mamma ég elska þig. Það er EKKERT sem hljómar fallegra en það. Ég veit að án hennar væri ég ekki á svona góðum stað í lífinu núna. Því það var hennar vegna sem ég fór að taka á öllum mínum vandamálum.
Svo núna á eftir þegar að ég er búin að skutla dóttir minni ´í leikskólan að þá er það bara að skella sér í ræktina og svo í skólan kl 13. jibí. Annars held ég að dagurinn verði bara ágætur.
knús og ennþá meira knús til ykkar kæru lesendur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 904
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Svala mín. Já Hanna litla er yndisleg og afskaplega dýrmæt fyrir alla sem að henni standa og hefur erft alla bestu kosti foreldrana. Kveðja Jói afi


JOHANN HAUKSSON (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 07:32
Þið eruð frábærar mæðgur elskurnar
Gangi þér og þinni dóttir æðislega vel. Trúðu mér ljúfan að tetta kemur allt á endanum.
Aprílrós, 24.11.2008 kl. 21:35
Falleg færsla- takk fyrir að deila með okkur
Dísaskvísa, 29.11.2008 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.