jæja......

Jæja þá er enn ein helgin liðin hjá, vá hvað tímin flýgur hjá, aður en við vitum af verður komið vor og páskar.  Það gerðist svo sem ekki neitt merkilegt um helgina nema á laugardeiginum fór ég snúllan mín á jólaföndur í leikskólanum og það var frábært. gott að eiga svona stund með henni litla englinum mínum, ég dásit alltaf af því hvað hún er góð og falleg dama. Aldrei þurfti ég að hata á hana meðan að sumir forledrar gerðu fátt annað en að hasta á börnin sín. Við tvær einar = Frábær stund. og afþví að guð er góður að þá finnst henni litlu allveg jafn dásamlegt að vera með mér og er frekar háð mér. þó ég hafi nú gengið í gegnum nokkur tímabil í móðurhlutverkinu.

Nú í dag erum við reyndar báðar með hita og liggjum í rúminu með höfuðverk. Rosa gaman, en samt ekki svo slæmt ég myndi ekki nenna að vera veik með einhverjum öðrum, því við lasnar saman þýðir auðvitað að hvorug okkar á að vera á einhverju flandri utandyra. hún er nú duglegri samt en ég að hlýða því. En í allt aðra sálma að þá skellti ég mér til miðils í dag og var það afar áhuga vert, seigi ekkert meira samt um það en það. Ég kýs að trúa því að við deyju aldrei allveg heldur heldur sál okkar áfram að þroskast í öðrum lífum og persónul.ega finnst mér afar notalegt að hugsa til þess að þeir sem við höfum mist séu samt í raun með okkur.

Af mér og sambandinu að þá er það ennþá jafn ruglingslegt og eiginlega hálf fáránlegt. ég veit að ef eingin breyting verður þar á að þá mun ég gefast upp á sambandinu. Í alvöru að þa held ég að eg eigi  allveg skilið að eignast mann sem í raun og veru elskar mig og vill hafa mig í sínu lífi. Kanski er það frekja en þá það þá er ég bara frek.

 

Já og svo er ég enn i ljóðagerðinni og gengur það svona ágætlega allavega er ég komin með annað ljóð töluvert lengra en hitt saman, en kanski er það of persónulegt til að láta það flakka hér á blog-heiminum að svo stöddu.

 

en jæja mér þykir vænt um ykkur öll algerlega óháð því hvort ég þekki ykkur eða ekki, það er bara yndislegt að til séu svona margar mannverur til að kenna manni eitthvað, ég hef aldrei hitt einhverja manneskju sem ekki hefur kennt mér eithvað sumt smátt annað stórt. knús til ykkar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo gott að lesa hvað þú nýtur þess að vera með stelpuskottinu þínu.  Ég vona að einn daginn læðir þú inn öðru ljóði- hitt var svo dásamlega fallegt þrátt fyrir að vera sorglegt!

Dísan (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 22:29

2 identicon

knús á þig til baka :)

Hanna (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 15:36

3 Smámynd: Aprílrós

Sigríður mín, þú átt svo mikið skilið að vera elskuð af manni og ekki bara einhverjum manni heldur góðum manni sem sér þig eins og þú ert .

Þú átt alveg yndislega stelpu, ég veit það þótt ég þekki ykkur mæðgur ekki neitt, ég sé það í skrifum þínum.

Eigðu ljúfar stundir elskan mín og gangi þér vel.

Aprílrós, 3.12.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Svala Hjaltadóttir

Höfundur

Sigríður Svala Hjaltadóttir
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Ung kona á uppleið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • kata systir
  • DSC07740
  • DSC07738
  • DSC07735
  • DSC07733

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 904

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband