7.12.2008 | 17:37
jólakortin..
Undan farin ár eða sirkamát alltaf hefur mér tekist að krota á einhver kort en aldrei tekist að koma þeim á pósthúsið, því það er svo langt þangað (alla lítur það þannig út) En núna kæra fólk að þá er ég búin að búa þau til, skrifa á þau og það sem meira er að þá er ég líka búin að senda þau, VÁ hvað ég er dugleg.
Jæja ég skrapp á ball í gær með "HONUM" og var það allveg rosalega fínt, það voru ekki margir samt út á lífinu, en það skipti ekki máli við vorum saman, ( vá væmin). Ekki spurja hvernig sambandið er því ég á eftir að finna það út, en guð veit að hann er algjörlega búin að bræða mig. og var ég nærri orðin að Ísjökul svona líkt og Snæfells jökul (allt svo gagnvart kk)
Dúllan mín er með pabba sínum enda hans helgi, þau eru núna í jarðböðunum í mývatns sveit, örugglega rosa gaman hjá þeim. Á föstudaginn fór ég með dömuna í jólaklippinguna og vildi hún fá hárið stutt, sko ég sé eftir hárinu hennar en þetta er það sem hún vill svo hún fékk að ráða, það er jú víst hún sem á þetta hár. En auðvitað er hún allveg jafn sætust kanski bara sætari þar sem að nú sést andlit hennar bara betur og það er ekki beint leiðinlegt. Ég held ég viti ekkert fallegra en að sjá hana sofa.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sigríður Svala Hjaltadóttir
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 904
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Megi ykkur ganga allt í haginn, Svala mín.
Með kærum kveðjum, sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.